Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2025 13:00 Thelma Björk er hönnuðurinn á bakvið Bleiku slaufuna í ár. Hönnuðurinn Thelma Björk Jónsdóttir er konan á bak við Bleiku slaufuna í ár. Hún sótti um að hanna slaufuna og var valin úr hópi 120 umsækjenda. Slaufan hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Thelmu en hún greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024. „Læknisfræðilega greiningin er ólæknandi krabbamein, fjórða stigs krabbamein,“ segir Thelma, sem lifir með meininu. Krabbameinið sést ekki í líkama hennar í dag og þakkar hún ekki bara læknunum og lyfjunum fyrir heldur einnig sjálfri sér. „Ég tók snemma ákvörðun að taka ábyrgð á mínum bata,“ segir Thelma. Hún vaknar hvern dag og velur gleði og jákvæðni og gerir hluti sem láta henni líða betur, eins og að borða hvorki sykur né unnar kjötvörur, fara oftar út að ganga og fer í djúpslökun á hverjum degi. Hún segir það mikið áfall að fá krabbameinsgreininguna, eins og þungt teppi hafi verið lagt yfir hana og hún bara svaf fyrstu vikurnar. Á sama tíma hugsaði hún: „Ef ég loka augunum, ætli ég vakni aftur?“ Thelma á þrjá drengi með eiginmanni sínum, Össa Árnasyni. Thelma og Össi kynntust árið 2016 og var það bókstaflega ást við fyrstu sýn. Þau eiga meira að segja mynd af stundinni sem þau sáu hvort annað fyrst, sem var á kaffihúsi úti á Seltjarnarnesi klukkan 7.30 um morgun. Yngsti drengur þeirra Thelmu og Össa er með Down’s heilkenni, en þar sem Thelma hefur aldrei farið í hnakkaþykktarmælingu fengu þau ekki fréttirnar fyrr en drengurinn var fæddur og búinn að fara í blóðprufur. Tilkynnti þeim tíðindin á fallegan hátt Thelma rifjar upp stundina þegar læknirinn staðfesti gruninn á svo ofurfallegan hátt: „Læknirinn kom inn til okkar og sagði: Hvað haldiði? Ég hafði rétt fyrir mér. Hann er með Down’s!“ Allir drengir Thelmu og Össa eru hraustir en síðustu mánuði hefur fjölskyldan tekist á við erfiðasta verkefnið til þessa - að berjast við krabbamein móðurinnar. Thelma er staðráðin í að verða gömul kona og ætlar að lifa til sjötugs í skugga ólæknandi krabbameins. „Ég finn það og veit það að ég er ekki að fara að deyja.“ Ísland í dag heimsótti Thelmu á vinnustofu hennar og innslagið má sjá hér fyrir neðan. Ísland í dag Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Slaufan hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Thelmu en hún greindist með brjóstakrabbamein með meinvörpum árið 2024. „Læknisfræðilega greiningin er ólæknandi krabbamein, fjórða stigs krabbamein,“ segir Thelma, sem lifir með meininu. Krabbameinið sést ekki í líkama hennar í dag og þakkar hún ekki bara læknunum og lyfjunum fyrir heldur einnig sjálfri sér. „Ég tók snemma ákvörðun að taka ábyrgð á mínum bata,“ segir Thelma. Hún vaknar hvern dag og velur gleði og jákvæðni og gerir hluti sem láta henni líða betur, eins og að borða hvorki sykur né unnar kjötvörur, fara oftar út að ganga og fer í djúpslökun á hverjum degi. Hún segir það mikið áfall að fá krabbameinsgreininguna, eins og þungt teppi hafi verið lagt yfir hana og hún bara svaf fyrstu vikurnar. Á sama tíma hugsaði hún: „Ef ég loka augunum, ætli ég vakni aftur?“ Thelma á þrjá drengi með eiginmanni sínum, Össa Árnasyni. Thelma og Össi kynntust árið 2016 og var það bókstaflega ást við fyrstu sýn. Þau eiga meira að segja mynd af stundinni sem þau sáu hvort annað fyrst, sem var á kaffihúsi úti á Seltjarnarnesi klukkan 7.30 um morgun. Yngsti drengur þeirra Thelmu og Össa er með Down’s heilkenni, en þar sem Thelma hefur aldrei farið í hnakkaþykktarmælingu fengu þau ekki fréttirnar fyrr en drengurinn var fæddur og búinn að fara í blóðprufur. Tilkynnti þeim tíðindin á fallegan hátt Thelma rifjar upp stundina þegar læknirinn staðfesti gruninn á svo ofurfallegan hátt: „Læknirinn kom inn til okkar og sagði: Hvað haldiði? Ég hafði rétt fyrir mér. Hann er með Down’s!“ Allir drengir Thelmu og Össa eru hraustir en síðustu mánuði hefur fjölskyldan tekist á við erfiðasta verkefnið til þessa - að berjast við krabbamein móðurinnar. Thelma er staðráðin í að verða gömul kona og ætlar að lifa til sjötugs í skugga ólæknandi krabbameins. „Ég finn það og veit það að ég er ekki að fara að deyja.“ Ísland í dag heimsótti Thelmu á vinnustofu hennar og innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Ísland í dag Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira