Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 16. október 2025 06:03 Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið tapar meira á því að leyfa fátækt að viðgangast en að uppræta hana. Alþjóðlegur dagur fátæktar er föstudaginn 17. október. Í áratugi hefur verið vitað hverjir eru líklegastir til að lenda í fátækt á Íslandi: einhleypir foreldrar, í flestum tilfellum mæður, innflytjendur og öryrkjar. Nýlegar rannsóknir Vörðu sýna að fjárhagsstaða einhleypra foreldra sem lifa á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk er verst á öllum mælikvörðum. Framfærsla öryrkja er undir lægstu launum sem gerir einhleypum foreldrum illmögulegt að sjá sér og börnum sínum farborða. Níu af hverjum tíu geta ekki mætt 80.000 króna óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Rúmlega helmingur býr við efnislegan skort og sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum búa við fátækt. Fjórðungur þeirra hefur þurft að leita sér mataraðstoðar. Afleiðingarnar eru víðtækar. Andleg heilsa einhleypra mæðra mælist verri en hjá öðrum hópum og börnin þeirra búa við útilokun frá félagslífi og tómstundum. Þegar fjárhagsstaða heimilis gerir ekki ráð fyrir nauðsynlegum útgjöldum til næringarríks matar, nauðsynlegs klæðnaðar eða þátttöku í menningu og samfélagi, er fólk í reynd útilokað frá jafningjum sínum. Stuðningur stjórnvalda er ekki nægur. Einhleypir foreldrar fá sömu frístundastyrki og heimili þar sem tvær framfærslur koma inn á heimilið, en þurfa að standa undir sama kostnaði fyrir skólagöngu og tómstundir barna sinna á einni framfærslu. Í skýrslu Vörðu kemur fram að stór hluti þeirra geti ekki staðið straum af útgjöldum vegna tómstunda og viðburða sem jafningjar barna þeirra njóta að jafnaði, svo sem íþróttum, tónlistarnámi eða jafnvel afmælis- og fermingarveislum. Sérstaklega er alvarlegt að þegar börnin verða 18 ára lækkar framfærsla foreldrisins verulega, þrátt fyrir að ungmennin búi enn heima og eigi jafnvel eitt til tvö ár eftir í framhaldsskóla. Þetta fjárhagslega bil endurspeglar gamaldags hugmyndir um að börn flytji að heiman um leið og þau verða fullorðin. Fæstir telja börn sín tilbúin til að flytja að heiman 18 ára í dag. Nú á tímum búa flest ungmenni hjá foreldrum fram yfir tvítugt og mörg fram til 25 ára aldurs enda húsnæðismarkaðurinn þeim illfær. Kostnaður við framfærslu þeirra er áfram mikill en stuðningurinn hverfur. Þessi tímamót skipta sköpum því um 18 ára aldur taka ungmenni ákvarðanir sem móta framtíðina: hvort þau mennti sig áfram eða fari á vinnumarkaðinn. Ef fjárhagur heimilisins er þannig að það virðist óframkvæmanlegt að fara menntaveginn, neyðast þau til að fara að vinna. Þá minnka líkur á að þau fái að nýta hæfileika sína til fulls; hvort sem það er á sviði vísinda, lista, iðngreina eða nýsköpunar. Fyrir samfélagið er það mikið tjón. Þeir sem neyðast til að fara snemma út á vinnumarkað í láglaunastörf eiga á hættu að brenna út, missa heilsuna og enda á örorku. Þetta er vítahringur sem við getum rofið. Það felast því frábær tækifæri og fjárfesting í því að styðja einhleypa foreldra og tryggja börnum þeirra jöfn tækifæri. Það felur í sér fjárhagslegar ívilnanir við foreldrið sjálft, að brúa bilið sem myndast þegar börn verða 18 ára, ryðja úr vegi aðgangshindrunum að menntun og tryggja að öll börn geti tekið þátt í tómstundum. Að hækka skráningargjöld í Háskóla Íslands vinnur gegn þessum markmiðum. Í mörg ár hefur verið kallað eftir úrbótum. Það er ekki aðeins réttlætismál að tryggja einhleypum foreldrum mannsæmandi lífskjör, það er líka þjóðhagslega hagkvæmt. Rannsóknir sýna að samfélagslegur kostnaður við að leyfa fátækt að viðgangast er meiri en kostnaðurinn við að uppræta hana. Við vitum að þegar börn alast upp við skort, hefur það varanleg áhrif á menntun, heilsu og framtíðarhorfur þeirra. Snjóboltaáhrifin eru gífurleg: fátækt í æsku leiðir til minni tekna og meiri útgjalda samfélagsins til heilbrigðis, félagsmála og jafnvel dómskerfisins. Það er því pólitískt val hvort við sættum okkur við að tugir þúsunda Íslendinga búi við skort eða hvort við fjárfestum í því að uppræta fátækt. Ef stjórnvöld setja málið í forgang er ljóst að samfélagið allt græðir, ekki bara þau sem búa við skort í dag, heldur næstu kynslóðir.Það er bæði siðferðilega rétt og þjóðhagslega hagkvæmt að uppræta fátækt. Nú er kominn tími til að stjórnvöld velji þann kost; fyrir börnin, foreldrana og framtíð samfélagsins. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við HÍ og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar