Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar 13. október 2025 09:32 Veðmálastarfsemi er í dag ólögleg. Það eru ekki allir meðvitaðir um það, eðlilega kannski, þar sem við sjáum íslenskar veðmálasíður auglýstar á hverjum einasta degi í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum og á íþróttaleikjum svo dæmi séu nefnd. En þessi veðmálafyrirtæki eru skráð erlendis og falla því ekki undir íslensk lög. Umhverfi veðmálasíðna í dag er í raun eins og villta vestrið. Það eru ótal síður, á íslensku, með íslenska starfsmenn, nær eingöngu íslenska notendur og að öllu leyti stílað inn á íslenskan markað. Eftirlitið með þessum síðum er ekkert. Notkun þessara síðna er því, samkvæmt skilgreiningu íslenskra laga, ólögleg. Hins vegar er hlutfall fólks með spilafíkn á Íslandi að aukast ógnvænlega hratt. Ungt fólk er að koma sér í miklar skuldir, fara í meðferðir vegna spilafíknar og í allra verstu tilfellunum taka eigið líf. Því er það deginum ljósara að núverandi kerfi er á engan hátt að virka og mikilvægt að endurskoða afstöðu okkar gagnvart veðmálasíðum. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar hefur haft orð á því í pontu Alþingis að sú aðferð að banna hluti virkar eiginlega aldrei. Þar er ég hjartanlega sammála. En hvað er þá til ráða? Danska leiðin Danir tóku upp nýtt opið leyfiskerfi árið 2012. Áður notuðust þeir við sambærilegt kerfi og það sem við notum hér á Íslandi. Kerfið byggir á því að í stað Danske spil, (sambærilegt Lengjunni hér á landi), sem hafði einkarétt á getraunum og veðmálum. Í Danmörku var sett upp leyfiskerfi fyrir einkarekin fyrirtæki. Leyfiskerfið brýtur þannig upp þennan einkarétt sem var við lýði áður (og er enn við lýði hér) og býður fyrirtækjum að sækja um leyfi til ríkisins sem hefur eftirlit með leyfishöfum. Sett var upp svokallað sjálfsútilokunarkerfi (ROFUS) sem snýr að því að allir notendur þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til þess að búa sér til aðgang og geta svo útilokað eigið skilríki frá spilun tímabundið eða varanlega. Þetta hefur reynst vel fyrir þá sem þróa með sér spilavanda. Danir leggja svo 28% skatt á svokallað GGR eða Gross gaming revenue (Brútto spilatekjur), sem þýðir að ríkið tekur 28% af spilatekjum fyrirtækjanna. Eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja er svo í höndum sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar (Spillemyndigheten í DK) en hún sér einnig um leyfisveitingar og eftirlit með auglýsingum. Sérstakur lagarammi er svo búinn til sem á að passa upp á að auglýsingar megi ekki vera miðaðar út frá börnum eða viðkvæmum hópum. Þessum fyrirtækjum er síðan skylt að taka þátt í forvarnarstarfi og stuðla að ábyrgri spilun. Þegar opið leyfiskerfi var tekið upp árið 2012 var hlutfall fólks með spilavanda um það bil 1,3% en er í dag 0,9% samkvæmt Spillemyndigheden, eftirlitsstofnun Danmerkur. Í Svíþjóð var sambærilegt leyfiskerfi með sjálfsútilokunar möguleika tekið upp árið 2019 og var hlutfall fólks með spilavanda um það bil 3% árið 2018. Í dag, sex árum eftir að leyfiskerfið var tekið upp, er hlutfallið farið niður í 2,2% þar af 0,5% með alvarlegan spilavanda. Á Íslandi erum við á leiðinni í hina áttina. Árið 2011 var hlutfall fólks með spilavanda í kringum 1,6% en er í dag um það bil 2,3 - 2,5%. Það er augljóst að núverandi fyrirkomulag er gallað og við því þarf að bregðast. Ávinningur fyrir ríkissjóð Með upptöku opins leyfiskerfis myndi íslenska ríkið hagnast gríðarlega. Danska leiðin hefur sýnt fram á mikla tekjuaukningu fyrir danska ríkið. Árið 2024 hagnaðist danska ríkið um rúma 7 milljarða danskra króna ( um það bil 134 milljarðar íslenskra króna) á tekjum tengdum veðmálasíðum. Það gefur því auga leið að ávinningur íslenska ríkisins væri sömuleiðis mikill. Viðskiptaráð hefur reiknað það út að ríkið gæti hagnast um 4,8 milljarða árlega ef tekið yrði upp opið leyfiskerfi. Hægt væri að ráðstafa hluta tekna beint í forvarnarstarf og styrkja þá aðila sem sinna meðferðarstarfi við spilafíkn ásamt beinum styrkjum til íþróttafélagana. Fjárhagslegur ávinningur fyrir íþróttafélögin yrði sömuleiðis gríðarlegur. Það hefur sýnt sig erlendis að veðmálafyrirtæki eru dugleg að styðja við íþróttafélögin og ekki myndi veita af að fá fjárhagslega innspýtingu inn í íslensk íþróttafélög. Íslensk veðmálafyrirtæki gætu þannig styrkt íþróttafélögin beint með styrktarsamningum, kaupum á auglýsingum og með aðkomu að forvarnar- og lýðheilsustarfi. Á þessu yrði að vera skýr lagalegur rammi. Gott dæmi um þetta er hægt að sjá í Svíþjóð. Með tilkomu fyrirtækja eins og Betsson og Bet365 á markað fengu félög í tveimur efstu deildum Svíþjóðar í knattspyrnu yfir 200 milljónir sænskra króna í gegnum samninga við veðmálafyrirtæki. Það er augljóst að núverandi kerfi á Íslandi er handónýtt. Ég fagna því að hafin sé umræða um veðmálastarfsemi á Íslandi og tel það löngu tímabært. Tökum skrefið og drögum veðmálastarfsemi fram í dagsljósið. Setjum skýran ramma og eflum eftirlit. Ég þori að veðja að íslenskt samfélag mun græða á því. Höfundur er starfsmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Veðmálastarfsemi er í dag ólögleg. Það eru ekki allir meðvitaðir um það, eðlilega kannski, þar sem við sjáum íslenskar veðmálasíður auglýstar á hverjum einasta degi í sjónvarpi, á samfélagsmiðlum og á íþróttaleikjum svo dæmi séu nefnd. En þessi veðmálafyrirtæki eru skráð erlendis og falla því ekki undir íslensk lög. Umhverfi veðmálasíðna í dag er í raun eins og villta vestrið. Það eru ótal síður, á íslensku, með íslenska starfsmenn, nær eingöngu íslenska notendur og að öllu leyti stílað inn á íslenskan markað. Eftirlitið með þessum síðum er ekkert. Notkun þessara síðna er því, samkvæmt skilgreiningu íslenskra laga, ólögleg. Hins vegar er hlutfall fólks með spilafíkn á Íslandi að aukast ógnvænlega hratt. Ungt fólk er að koma sér í miklar skuldir, fara í meðferðir vegna spilafíknar og í allra verstu tilfellunum taka eigið líf. Því er það deginum ljósara að núverandi kerfi er á engan hátt að virka og mikilvægt að endurskoða afstöðu okkar gagnvart veðmálasíðum. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar hefur haft orð á því í pontu Alþingis að sú aðferð að banna hluti virkar eiginlega aldrei. Þar er ég hjartanlega sammála. En hvað er þá til ráða? Danska leiðin Danir tóku upp nýtt opið leyfiskerfi árið 2012. Áður notuðust þeir við sambærilegt kerfi og það sem við notum hér á Íslandi. Kerfið byggir á því að í stað Danske spil, (sambærilegt Lengjunni hér á landi), sem hafði einkarétt á getraunum og veðmálum. Í Danmörku var sett upp leyfiskerfi fyrir einkarekin fyrirtæki. Leyfiskerfið brýtur þannig upp þennan einkarétt sem var við lýði áður (og er enn við lýði hér) og býður fyrirtækjum að sækja um leyfi til ríkisins sem hefur eftirlit með leyfishöfum. Sett var upp svokallað sjálfsútilokunarkerfi (ROFUS) sem snýr að því að allir notendur þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til þess að búa sér til aðgang og geta svo útilokað eigið skilríki frá spilun tímabundið eða varanlega. Þetta hefur reynst vel fyrir þá sem þróa með sér spilavanda. Danir leggja svo 28% skatt á svokallað GGR eða Gross gaming revenue (Brútto spilatekjur), sem þýðir að ríkið tekur 28% af spilatekjum fyrirtækjanna. Eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja er svo í höndum sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar (Spillemyndigheten í DK) en hún sér einnig um leyfisveitingar og eftirlit með auglýsingum. Sérstakur lagarammi er svo búinn til sem á að passa upp á að auglýsingar megi ekki vera miðaðar út frá börnum eða viðkvæmum hópum. Þessum fyrirtækjum er síðan skylt að taka þátt í forvarnarstarfi og stuðla að ábyrgri spilun. Þegar opið leyfiskerfi var tekið upp árið 2012 var hlutfall fólks með spilavanda um það bil 1,3% en er í dag 0,9% samkvæmt Spillemyndigheden, eftirlitsstofnun Danmerkur. Í Svíþjóð var sambærilegt leyfiskerfi með sjálfsútilokunar möguleika tekið upp árið 2019 og var hlutfall fólks með spilavanda um það bil 3% árið 2018. Í dag, sex árum eftir að leyfiskerfið var tekið upp, er hlutfallið farið niður í 2,2% þar af 0,5% með alvarlegan spilavanda. Á Íslandi erum við á leiðinni í hina áttina. Árið 2011 var hlutfall fólks með spilavanda í kringum 1,6% en er í dag um það bil 2,3 - 2,5%. Það er augljóst að núverandi fyrirkomulag er gallað og við því þarf að bregðast. Ávinningur fyrir ríkissjóð Með upptöku opins leyfiskerfis myndi íslenska ríkið hagnast gríðarlega. Danska leiðin hefur sýnt fram á mikla tekjuaukningu fyrir danska ríkið. Árið 2024 hagnaðist danska ríkið um rúma 7 milljarða danskra króna ( um það bil 134 milljarðar íslenskra króna) á tekjum tengdum veðmálasíðum. Það gefur því auga leið að ávinningur íslenska ríkisins væri sömuleiðis mikill. Viðskiptaráð hefur reiknað það út að ríkið gæti hagnast um 4,8 milljarða árlega ef tekið yrði upp opið leyfiskerfi. Hægt væri að ráðstafa hluta tekna beint í forvarnarstarf og styrkja þá aðila sem sinna meðferðarstarfi við spilafíkn ásamt beinum styrkjum til íþróttafélagana. Fjárhagslegur ávinningur fyrir íþróttafélögin yrði sömuleiðis gríðarlegur. Það hefur sýnt sig erlendis að veðmálafyrirtæki eru dugleg að styðja við íþróttafélögin og ekki myndi veita af að fá fjárhagslega innspýtingu inn í íslensk íþróttafélög. Íslensk veðmálafyrirtæki gætu þannig styrkt íþróttafélögin beint með styrktarsamningum, kaupum á auglýsingum og með aðkomu að forvarnar- og lýðheilsustarfi. Á þessu yrði að vera skýr lagalegur rammi. Gott dæmi um þetta er hægt að sjá í Svíþjóð. Með tilkomu fyrirtækja eins og Betsson og Bet365 á markað fengu félög í tveimur efstu deildum Svíþjóðar í knattspyrnu yfir 200 milljónir sænskra króna í gegnum samninga við veðmálafyrirtæki. Það er augljóst að núverandi kerfi á Íslandi er handónýtt. Ég fagna því að hafin sé umræða um veðmálastarfsemi á Íslandi og tel það löngu tímabært. Tökum skrefið og drögum veðmálastarfsemi fram í dagsljósið. Setjum skýran ramma og eflum eftirlit. Ég þori að veðja að íslenskt samfélag mun græða á því. Höfundur er starfsmaður Viðreisnar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun