Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 11:44 Fjöldi Palestínumanna sneri aftur að heimilum sínum eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Mikil eyðilegging blasir við. AP Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Í umfjöllun BBC segir að Ísraelsher komi til með að frelsa 1700 Palestínumenn sem eru í haldi á Gasa sem og um 250 palestínska fanga. Hamas virðast þó krefjast þess að fleiri föngum verði sleppt. Miðillinn hafði eftir Trump í gærkvöldi að Hamas ynni að því að safna saman gíslunum, sem séu vistaðir á torfærum svæðum. Honum þætti líklegt að báðar hliðar héldu áætlun, þar sem allir væru orðnir „þreyttir á að berjast“. Þá sé nokkur samhljómur um næstu skref þó að enn þurfi að semja um einhver smáatriði. Stærsti ágreiningurinn í þeim efnum sé hvernig stjórnarfarið verður á Gasa í framhaldinu. Fundar um framtíð Gasa Á mánudaginn mun Trump funda með, að eigin sögn, „fjölda leiðtoga“ um framtíð Gasa. Enn liggur ekki fyrir um hvaða leiðtoga ræðir. Í samkomulaginu var kveðið á um aukið flæði hjálpargagna inn á Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Unicef hefur engin aðstoð borist í dag, hundruð flutningabíla bíði þess að komast inn fyrir landamæri Gasa. Frá því að vopnahlé tók gildi hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flust til síns gamla heima en mikil eyðilegging á mannvirkjum og innviðum blasir við eftir linnulausar loftárásir Ísraelshers, líkt og sjá mátti í kvöldfréttum í gær. Í þjóðarávarpi Benamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hótaði hann því að afvopna Hamas með valdi ef þau gera það ekki í sjálf. Þrátt fyrir vopnahléð umkringdi Ísraelsher ennþá samtökin og næsta skref í samkomulaginu yrði að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. 10. október 2025 12:19
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47