Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 9. október 2025 13:45 Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Öll þessi mál skipta sköpum fyrir vellíðan og námsárangur barnanna minna, en á sama tíma staldrar maður sjaldan við og fer yfir það sem maður getur verið þakklátur fyrir í íslensku menntakerfi. Á Íslandi hafa börn aðgang að framúrskarandi gjaldfrjálsri menntun þar sem börn óháð stöðu og stétt fá aðgang að faglegri kennslu, námsgögnum, tölvum og mat án þess að greiða fyrir það. Í skólum landsins er öflug stoðþjónusta sem grípur börnin þegar þau þurfa viðbótarstuðning; námsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, skólasálfræðingar og frístundastarfsfólk vinnur sem ein heild með kennurunum að því að tryggja að börnin okkar nái árangri í skólanum og taki með sér gott nesti út í lífið. Á Íslandi vinna kennarar, sveitarfélög og menntamálaráðuneytið markvisst að öflugri skólaþróun með það að markmiði að bæta skólastarf og bregðast við nýjum áskorunum í samfélagi barnanna okkar. Aukin skjánotkun þar sem börn dvelja í ensku málumhverfi, fjölbreyttari nemendahópur, aukin einsemd, minni hreyfing og minnkandi áhugi á lestri og verkefnum sem að reyna á líkama og hugann eru allt áskoranir sem íslenska skólakerfið er að glíma við. Samhliða skólanum bjóða sveitarfélögin upp á tónlistarskóla og frístundastarf og frjáls félagasamtök bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf sem eflir félagsfærni, hreyfiþroska og heilbrigði barnanna okkar. Fyrir þetta kerfi sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp er ég afar þakklátur. En þakklæti dugar ekki eitt og sér. Við foreldrar verðum að standa með menntakerfinu og þar með börnunum okkar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar fái nægilegan svefn, holla og góða næringu, lágmarka skjátíma og ýta undir hreyfingu og útiveru. Við berum ábyrgð á því að börnin okkar lesi og læri heima og þurfum að ýta undir jákvæð samskipti og góða hegðun. Á sama tíma þurfa ríki og sveitarfélög að styðja við menntakerfið og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Starfsaðstæður og menntun fagfólks skiptir þar lykilmáli. Kennarastéttin er að eldast og nauðsynlegt er að stuðla að nýliðun á öllum skólastigum. Nám á menntavísindasviði þarf að vera í sífelldri þróun og laða að sér öfluga einstaklinga sem fá góðan undirbúning fyrir störf sín á vettvangi. Sveitarfélögin þurfa að tryggja að starfsaðstæður og kjör séu góð til að laða að sér starfsfólk og tryggja að það haldist í starfi og fái tækifæri til starfsþróunar. Menntamálaráðuneytið þarf svo að halda áfram að styðja við menntakerfið með verkfærum og stuðningi sem tryggir að skólaþjónusta og menntun barna uppfylli gæðakröfur í öllum skólum landsins. Þar skipta kröfur, mælingar og stuðningur lykilmáli. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að búa við menntakerfi í fremstu röð. Á sama tíma og við getum verið þakklát fyrir það öfluga fagstarf sem býðst börnunum okkar þá megum við aldrei taka því sem sjálfgefnum hlut. Tökum höndum saman, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld, við að efla íslenskt menntakerfi og tryggja að það verði áfram í fremstu röð. Höfundur er foreldri og þingmaður Samfylkingarinnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun