Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 9. október 2025 11:47 Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun