Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2025 10:38 Ráðherrarnir takast í hendur við upphaf fundar þeirra í utanríkisráðuneytinu í morgun. Vísir/Anton Brink „Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu. Í gærkvöldi má segja að hafi orðið ákveðin vatnaskil í friðarviðræðum á Gasaströndinni en Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst og að öllum gíslum Hamas verði sleppt innan skamms og að Ísraelar muni draga hermenn sína til baka. Ríkisstjórn Ísrael og stríðsráð munu funda síðar í dag og taka formlega ákvörðun um hvort vopnahlé verði samþykkt. Þrátt fyrir að miklar líkur séu á að stórum áfanga verði náð í dag er ekkert fast í hendi enn. En það er á þessum degi, sem gæti orðið sögulegur, sem Dr. Varsen er stödd á Íslandi. „Þetta er sögulegur dagur, sem gefur okkur von fyrir fólkið í Palestínu og lausn gíslanna. Það er það sem við þurfum að ræða en líka hvernig við getum stutt við bakið á Palestínu til framtíðar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra þegar hún ávarpaði fjölmiðla við upphaf fundar hennar með Dr. Varsen. Hún er meðal þeirra sem flytja erindi á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem fram fer í Veröld húsi Vigdísar á morgun. „Það er mikill heiður að vera hérna í dag. Ísland er í hjarta Palestínumanna, eitt fyrsta ríkið til að viðurkenna Palestínu og gerði rétt á þeim tíma. Í dag sjáum við önnur lönd feta í fótspor Íslands,“ sagði Dr. Varsen. Í dag yrði bjartari framtíð Palestínu með aðstoð Íslands til umræðu. „Þetta er stór dagur fyrir Palestínumenn. Við höldum að árásir á Gasa muni stoppa og Palestínufólk geti leitað að betri framtíð. Við munum byggja á fullveldi okkar og sjálfstæði eins og Ísland.“ Þar ríki bjartsýni, sem fyrr. „Við verðum að vera bjartsýn fyrir Palestínumenn til að halda voninni á lofti. Svartsýni ætti ekki að vera til í okkar orðabók. Við höfum fengið nóg af þjáningu og sársauka og við eigum rétt á því að hafa sjálfsákvörðunarvald. Sá tími er núna..“ Allar þjóðir geti gegnt hlutverki óháð stærð. „Við getum rætt sérhæfingu hvers lands. Í dag þurfa Palestínumenn á allri mögulegri hjálp að halda. Gasa á skilið að allir hjálpist að svo að enduruppbygging geti hafist. Ísland getur spilað hlutverk þar, ekki bara á Gasa heldur á öllu Palestínuríki.“ Í dag myndu ráðherrar ræða möguleika á sterkari samvinnu ríkjanna og hvernig Ísland geti gegnt lykilhlutverki í enduruppbyggingarferlinu á Gasa og um leið stutt ríki sem berjist fyrir fullveldi sínu. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í gærkvöldi má segja að hafi orðið ákveðin vatnaskil í friðarviðræðum á Gasaströndinni en Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst og að öllum gíslum Hamas verði sleppt innan skamms og að Ísraelar muni draga hermenn sína til baka. Ríkisstjórn Ísrael og stríðsráð munu funda síðar í dag og taka formlega ákvörðun um hvort vopnahlé verði samþykkt. Þrátt fyrir að miklar líkur séu á að stórum áfanga verði náð í dag er ekkert fast í hendi enn. En það er á þessum degi, sem gæti orðið sögulegur, sem Dr. Varsen er stödd á Íslandi. „Þetta er sögulegur dagur, sem gefur okkur von fyrir fólkið í Palestínu og lausn gíslanna. Það er það sem við þurfum að ræða en líka hvernig við getum stutt við bakið á Palestínu til framtíðar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra þegar hún ávarpaði fjölmiðla við upphaf fundar hennar með Dr. Varsen. Hún er meðal þeirra sem flytja erindi á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem fram fer í Veröld húsi Vigdísar á morgun. „Það er mikill heiður að vera hérna í dag. Ísland er í hjarta Palestínumanna, eitt fyrsta ríkið til að viðurkenna Palestínu og gerði rétt á þeim tíma. Í dag sjáum við önnur lönd feta í fótspor Íslands,“ sagði Dr. Varsen. Í dag yrði bjartari framtíð Palestínu með aðstoð Íslands til umræðu. „Þetta er stór dagur fyrir Palestínumenn. Við höldum að árásir á Gasa muni stoppa og Palestínufólk geti leitað að betri framtíð. Við munum byggja á fullveldi okkar og sjálfstæði eins og Ísland.“ Þar ríki bjartsýni, sem fyrr. „Við verðum að vera bjartsýn fyrir Palestínumenn til að halda voninni á lofti. Svartsýni ætti ekki að vera til í okkar orðabók. Við höfum fengið nóg af þjáningu og sársauka og við eigum rétt á því að hafa sjálfsákvörðunarvald. Sá tími er núna..“ Allar þjóðir geti gegnt hlutverki óháð stærð. „Við getum rætt sérhæfingu hvers lands. Í dag þurfa Palestínumenn á allri mögulegri hjálp að halda. Gasa á skilið að allir hjálpist að svo að enduruppbygging geti hafist. Ísland getur spilað hlutverk þar, ekki bara á Gasa heldur á öllu Palestínuríki.“ Í dag myndu ráðherrar ræða möguleika á sterkari samvinnu ríkjanna og hvernig Ísland geti gegnt lykilhlutverki í enduruppbyggingarferlinu á Gasa og um leið stutt ríki sem berjist fyrir fullveldi sínu.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira