Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar 8. október 2025 16:00 Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun