Jesús who? Atli Þórðarson skrifar 8. október 2025 10:30 Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun