„Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 12:15 Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Vísir/Vilhelm/Einar Forstjóri Matvælastofnunar segir það mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að rækta fé með verndandi arfgerð gagnvart riðu. Riða greindist á bæ í Skagafirði í gær en ekki þarf að skera niður allt fé á bænum. Riðuveiki í sauðfé var staðfest á bænum Kirkjuhóli rétt utan við Varmahlíð í Skagafirði í gær. Grunur vaknaði um smit í síðustu viku vegna einkenna hjá þriggja vetra á en í tilkynningu Matvælastofnunar segir að kindin hafi verið aflífuð, sýni tekin og flutningsbann sett á. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir stofnunina vera í samskiptum við ábúendur um næstu skref. „Það er unnin niðurskurðaráætlum með ábúendum og þeir geta í raun stýrt því töluvert sjálfir hversu mikið þeir vilja halda eftir. Sömuleiðis hefur verið unnin sótthreinsiáætlun fyrir býlið, hversu mikið þarf að hreinsa og fara í jarðvegsskipti,“ sagði Hrönn í samtali við fréttastofu Sýnar. Niðurskurður í samstarfi við ábúendur „Við erum enn að vinna faraldsfræðilegarannsókn varðandi hversu mikið fé hefur farið á aðra bæi. Þegar niðurskurðaráætlun er tilbúin þá verður þá er framkvæmdur niðurskurður á því sem verður fellt og það er gert í samstarfi við ábúendur og þegar því er lokið þá hefst hreinsun. Bærinn er settur í einangrun og það fé sem eftir er á bænum þarf að vera afgirt inni á bænum í ákveðinn tíma,“ bætti Hrönn við. Í tilkynningu MAST frá því í gær segir að send hafi verið tilmæli til ráðherra um að fyrirskipa niðurskurð en hluti fjársins á bænum er með verndandi arfgerð gegn riðu. Hrönn segir ræktun á sauðfé með verndandi argerð hafi breytt miklu fyrir bændur. „Þá er möguleiki að hlífa því fé og það fé verður ekki skorið niður. Þarna sést árangur meðal annars þessara bænda að taka inn þessa ræktun inn í sinn hóp og það er að gagnast þeim að ákveðnu leyti núna. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að leggja áherslu á ræktun á sauðfé sem hefur verndandi arfgerð gagnvart riðu.“ Áfall fyrir ábúendur, sveitarfélagið og alla sveitina í kring Hún segir að þegar upp komi riða sé það áfall og erfitt verkefni fyrir alla sem að því koma. „Það er alltaf gríðarlegt áfall þegar upp kemur riða og sérstaklega hjá ábúendum, öllu sveitarfélaginu og allri sveitinni þarna í kring. Þetta er sjúkdómur sem snertir ekki bara einn bæ heldur allt samfélagið þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla. Þetta er sömuleiðis erfitt fyrir starfsmenn Matvælastofnunar sem standa í þessum niðurskurði. Þetta er verkefni sem við munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi.“ Frumvarp á dagskrá í dag Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra segir það sárt að býli þurfi enn og aftur að skera niður fé með töluverðu tjóni. „Ég veit að þetta er mjög mikið tilfinningalegt áfall fyrir bændur að lenda í þessu þannig að mig tekur þetta mjög sárt. Matvælastofnun er að skoða núnar þessar faraldsfræðilegu aðstæður og hvort smitið hafi farið víðar. Við vonum auðvitað að svo sé ekki og svo má líka segja að það jákvæða að á þessu býli sem um ræðir þá hafa þau verið dugleg að rækta upp stofn með verndandi geni þannig að það þarf ekki að skera niður,“ sagði Hanna Katrín í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún segir að frumvarp tengt málinu verði til umræðu á Alþingi í dag. „Það jákvæða er að frumvarp mitt um riðu, það er að segja að það gerist hratt að verndandi genið breiðist út, það er á dagskrá í dag,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Riða í Skagafirði Sauðfé Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Riðuveiki í sauðfé var staðfest á bænum Kirkjuhóli rétt utan við Varmahlíð í Skagafirði í gær. Grunur vaknaði um smit í síðustu viku vegna einkenna hjá þriggja vetra á en í tilkynningu Matvælastofnunar segir að kindin hafi verið aflífuð, sýni tekin og flutningsbann sett á. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir stofnunina vera í samskiptum við ábúendur um næstu skref. „Það er unnin niðurskurðaráætlum með ábúendum og þeir geta í raun stýrt því töluvert sjálfir hversu mikið þeir vilja halda eftir. Sömuleiðis hefur verið unnin sótthreinsiáætlun fyrir býlið, hversu mikið þarf að hreinsa og fara í jarðvegsskipti,“ sagði Hrönn í samtali við fréttastofu Sýnar. Niðurskurður í samstarfi við ábúendur „Við erum enn að vinna faraldsfræðilegarannsókn varðandi hversu mikið fé hefur farið á aðra bæi. Þegar niðurskurðaráætlun er tilbúin þá verður þá er framkvæmdur niðurskurður á því sem verður fellt og það er gert í samstarfi við ábúendur og þegar því er lokið þá hefst hreinsun. Bærinn er settur í einangrun og það fé sem eftir er á bænum þarf að vera afgirt inni á bænum í ákveðinn tíma,“ bætti Hrönn við. Í tilkynningu MAST frá því í gær segir að send hafi verið tilmæli til ráðherra um að fyrirskipa niðurskurð en hluti fjársins á bænum er með verndandi arfgerð gegn riðu. Hrönn segir ræktun á sauðfé með verndandi argerð hafi breytt miklu fyrir bændur. „Þá er möguleiki að hlífa því fé og það fé verður ekki skorið niður. Þarna sést árangur meðal annars þessara bænda að taka inn þessa ræktun inn í sinn hóp og það er að gagnast þeim að ákveðnu leyti núna. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að leggja áherslu á ræktun á sauðfé sem hefur verndandi arfgerð gagnvart riðu.“ Áfall fyrir ábúendur, sveitarfélagið og alla sveitina í kring Hún segir að þegar upp komi riða sé það áfall og erfitt verkefni fyrir alla sem að því koma. „Það er alltaf gríðarlegt áfall þegar upp kemur riða og sérstaklega hjá ábúendum, öllu sveitarfélaginu og allri sveitinni þarna í kring. Þetta er sjúkdómur sem snertir ekki bara einn bæ heldur allt samfélagið þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla. Þetta er sömuleiðis erfitt fyrir starfsmenn Matvælastofnunar sem standa í þessum niðurskurði. Þetta er verkefni sem við munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi.“ Frumvarp á dagskrá í dag Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra segir það sárt að býli þurfi enn og aftur að skera niður fé með töluverðu tjóni. „Ég veit að þetta er mjög mikið tilfinningalegt áfall fyrir bændur að lenda í þessu þannig að mig tekur þetta mjög sárt. Matvælastofnun er að skoða núnar þessar faraldsfræðilegu aðstæður og hvort smitið hafi farið víðar. Við vonum auðvitað að svo sé ekki og svo má líka segja að það jákvæða að á þessu býli sem um ræðir þá hafa þau verið dugleg að rækta upp stofn með verndandi geni þannig að það þarf ekki að skera niður,“ sagði Hanna Katrín í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún segir að frumvarp tengt málinu verði til umræðu á Alþingi í dag. „Það jákvæða er að frumvarp mitt um riðu, það er að segja að það gerist hratt að verndandi genið breiðist út, það er á dagskrá í dag,“ sagði Hanna Katrín að lokum.
Riða í Skagafirði Sauðfé Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira