Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2025 07:56 Combs verður gerð refsing í dag. AP Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs segist breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verður gerð refsing í dag. Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira