Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2025 08:02 Jimmy Kimmel var gestur í þætti Stephen Colbert í gærkvöldi. Getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var staddur á klósettinu þegar hann fékk skilaboð um að þáttur hans yrði tekinn af skjánum í kjölfar ummæla um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk. Kimmel taldi þá að sjónvarpsferlinum væri lokið. Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney. Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney.
Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira