Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun