Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2025 23:35 Lilja Ósk hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að kvikmynda-og sjónvarpsþáttagerð. Vísir/Vilhelm Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. Lilja Ósk Snorradóttir kvikmyndaframleiðandi og eigandi Pegasus ræðir málið í Reykjavík síðdegis. Hún lýsir því hvernig hún var í matarboði fyrir fimm árum síðan, þar sem hún flækti fæturna í hundabúri og datt á höfuðið. Hún var sannfærð um að hún myndi jafna sig fljótt og örugglega en svo var ekki. Hún hefur nú skrifað bók um lífsreynsluna, bókina Heimsins besti dagur í helvíti, og segist í dag vera hætt að setja vinnuna í forgang. Datt út í samræðum „Ég hafði náttúrulega ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu, af því ég hafði fengið heilahristing áður og hugsaði: Þetta verður svona vika og ég hristi þetta af mér. En það varð því miður alls ekki raunin. Málið er að ég áttaði mig ekkert á því kannski fyrstu dagana hversu mikið rugluð ég var.“ Það hafi spilað inn í að hún hafi áður fengið heilahristing og tekist að hrista það af sér. Hún segir að svo hafi hún áttað sig á því að hún gæti ekki lengur lesið. Hún náðu fyrstu setningunni en svo ekki meir. „Þá náði ég að lesa orðin en ég náði engu samhengi á milli, þannig ég átti svo erfitt með að tengja upplýsingar. Ég þekkti allt í höfðinu en náði ekki að tengja neinsstaðar á milli. Það sama gat komið fyrir ef ég var að tala við fólk og var mjög þreytt, þá skildi ég öll orðin sem þau sögðu en náði engum upplýsingum út úr samtalinu.“ Skömmin fylgdi með Lilja Ósk segir að staðan hafi verið svona í um átta mánuði. Hún hafi auk þess verið ofsalega þreytt og sofið sextán tíma á dag í þrjá mánuði eftir höfuðhöggið. Í ofanálag hafi hún verið með sjóntruflanir. Hún tók sér frí í tvo mánuði en fór svo á fullt í vinnuna að nýju. „Því mér var svo ofsalega annt um að halda vinnunni áfram og halda verkefnunum mínum á floti. Svo fylgdi þessu líka bara einhver skömm. Ég vildi ekki viðurkenna fyrir fólki að ég gæti ekki lesið. Þannig að í staðinn fyrir að viðurkenna stöðuna og vinna í mínum málum þá lét ég engan vita. Þannig að tölvupóstar og samningar og annað slíkt, las maðurinn minn fyrir mig og pabbi.“ Lilja Ósk hefur komið víða við í starfinu og framleiddi meðal annars Leynilöggu hér um árið. Hér er hún með leikstjóra og aðalleikara myndarinnar þeim Hannesi Þór Halldórssyni og Auðunni Blöndal á kvikmyndahátíð í London. Rob Pinney/Getty Images Læknar ekki sérstaklega áhugasamir Lilja segist ekki hafa mætt miklum áhuga hjá heimilislækninum sínum fyrir málinu. Fyrstu átta mánuðina eftir höggið hafi hún leitað til læknisins einu sinni í mánuði. „Af því ég gat ekki lesið og ég skildi ekki fólk og allt hitt sem ég taldi upp og mér var bara sagt að taka D-vítamín. Ég var alveg nokkuð viss eftir átta mánuði um að það væri ekki að virka. Það var ekki fyrr en ég bara neitaði að yfirgefa heilsugæsluna sem þau fundu bara eitthvað annað en þetta D-vítamín. Þá hringdi hann í Grensás fyrir mig og sendi inn beiðni þangað.“ Lilja tekur fram í viðtalinu að það hafi ekki hjálpað lækninum að hún hafi gert sitt allra besta til þess að koma vel fyrir þegar hún hitti hann, vera vel sofinn og keyra sig áfram. Á Grensás hafi hún hitt sérfræðing eftir hálft ár. Sá hafi metið sem svo að hún þyrfti á aðstoð að halda en þrátt fyrir það komst hún aldrei inn, svo mikil bið var eftir plássi á Grensás á þessum tíma, enda miður heimsfaraldur Covid-19. „Eftir tvö ár þá komst ég að en þá var ég bara búin að finna út úr hlutunum sjálf, þannig ég þurfti í raun og veru ekki lengur á þeirra aðstoð að halda,“ segir Lilja Ósk sem segist hafa fundið lækni í Noregi sem hafi hjálpað henni með augnæfingar sem hafi gert henni kleyft að lesa að nýju. Hún segir fá ef einhver úrræði standa fólki til boða í heilbrigðiskerfinu á Íslandi sem verði fyrir höfuðhöggi. Einkennin geti enda verið misjöfn á milli einstaklinga, sumir fái höfuðverki en aðrir ekki. Ráðleggur fólki að segja frá „Þegar ég var á þessum stað var ég ótrúlega ringluð, einmana, það er enginn á sama stað og þú, hrædd, skammaðist mín fyrir að vera á þessum stað, meira að segja fyrir mínum allra innsta kjarna var ég heldur ekki að viðurkenna þetta.“ Lilja Ósk segir að hún ráðleggi þeim sem eru í svipaðri stöðu eða lendi í því að fá alvarlegt höfuðhögg að segja sínum innsta hringi frá því og fá hjálp. „Leyfa fólkinu þínu að hjálpa þér. Ekki vera svona rosalega stolt að þú þarft ekki á hjálp að halda. Bakka aðeins úr vinnunni, hún skiptir kannski ekki alveg öllu máli af því að ef þú nærð ekki heilsu þá nærðu ekki að vinna hvorteðer.“ Hún segist hafa rembst við að halda öllum boltum á lofti í tvö ár. Það hafi ekki farið vel. „Þá þurfti ég virkilega að hvíla mig. Að lokum þegar ég loksins viðurkenndi að ég þyrfti á aðstoð að halda og taka mér pásu þá loksins gat ég byrjað að hlúa að sjálfri mér.“ Hún hvetur fólk sem lendir í slysi eða er að takast á við óvæntar aðstæður að sýna sér mildi, fullmeðvituð um að það sé klisja. „En ég sat bara uppi með einhverja týpu, einhverja nýja útgáfu af sjálfri mér sem ég þekkti eiginlega ekki, ég kunni ógeðslega illa við þessa útgáfu af sjálfri mér og fyrirleit þessa útgáfu. Og það hjálpar þér ekki, að komast áfram í lífinu. Það er bara ávísun á einhvern horbjóð.“ Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Lilja Ósk Snorradóttir kvikmyndaframleiðandi og eigandi Pegasus ræðir málið í Reykjavík síðdegis. Hún lýsir því hvernig hún var í matarboði fyrir fimm árum síðan, þar sem hún flækti fæturna í hundabúri og datt á höfuðið. Hún var sannfærð um að hún myndi jafna sig fljótt og örugglega en svo var ekki. Hún hefur nú skrifað bók um lífsreynsluna, bókina Heimsins besti dagur í helvíti, og segist í dag vera hætt að setja vinnuna í forgang. Datt út í samræðum „Ég hafði náttúrulega ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu, af því ég hafði fengið heilahristing áður og hugsaði: Þetta verður svona vika og ég hristi þetta af mér. En það varð því miður alls ekki raunin. Málið er að ég áttaði mig ekkert á því kannski fyrstu dagana hversu mikið rugluð ég var.“ Það hafi spilað inn í að hún hafi áður fengið heilahristing og tekist að hrista það af sér. Hún segir að svo hafi hún áttað sig á því að hún gæti ekki lengur lesið. Hún náðu fyrstu setningunni en svo ekki meir. „Þá náði ég að lesa orðin en ég náði engu samhengi á milli, þannig ég átti svo erfitt með að tengja upplýsingar. Ég þekkti allt í höfðinu en náði ekki að tengja neinsstaðar á milli. Það sama gat komið fyrir ef ég var að tala við fólk og var mjög þreytt, þá skildi ég öll orðin sem þau sögðu en náði engum upplýsingum út úr samtalinu.“ Skömmin fylgdi með Lilja Ósk segir að staðan hafi verið svona í um átta mánuði. Hún hafi auk þess verið ofsalega þreytt og sofið sextán tíma á dag í þrjá mánuði eftir höfuðhöggið. Í ofanálag hafi hún verið með sjóntruflanir. Hún tók sér frí í tvo mánuði en fór svo á fullt í vinnuna að nýju. „Því mér var svo ofsalega annt um að halda vinnunni áfram og halda verkefnunum mínum á floti. Svo fylgdi þessu líka bara einhver skömm. Ég vildi ekki viðurkenna fyrir fólki að ég gæti ekki lesið. Þannig að í staðinn fyrir að viðurkenna stöðuna og vinna í mínum málum þá lét ég engan vita. Þannig að tölvupóstar og samningar og annað slíkt, las maðurinn minn fyrir mig og pabbi.“ Lilja Ósk hefur komið víða við í starfinu og framleiddi meðal annars Leynilöggu hér um árið. Hér er hún með leikstjóra og aðalleikara myndarinnar þeim Hannesi Þór Halldórssyni og Auðunni Blöndal á kvikmyndahátíð í London. Rob Pinney/Getty Images Læknar ekki sérstaklega áhugasamir Lilja segist ekki hafa mætt miklum áhuga hjá heimilislækninum sínum fyrir málinu. Fyrstu átta mánuðina eftir höggið hafi hún leitað til læknisins einu sinni í mánuði. „Af því ég gat ekki lesið og ég skildi ekki fólk og allt hitt sem ég taldi upp og mér var bara sagt að taka D-vítamín. Ég var alveg nokkuð viss eftir átta mánuði um að það væri ekki að virka. Það var ekki fyrr en ég bara neitaði að yfirgefa heilsugæsluna sem þau fundu bara eitthvað annað en þetta D-vítamín. Þá hringdi hann í Grensás fyrir mig og sendi inn beiðni þangað.“ Lilja tekur fram í viðtalinu að það hafi ekki hjálpað lækninum að hún hafi gert sitt allra besta til þess að koma vel fyrir þegar hún hitti hann, vera vel sofinn og keyra sig áfram. Á Grensás hafi hún hitt sérfræðing eftir hálft ár. Sá hafi metið sem svo að hún þyrfti á aðstoð að halda en þrátt fyrir það komst hún aldrei inn, svo mikil bið var eftir plássi á Grensás á þessum tíma, enda miður heimsfaraldur Covid-19. „Eftir tvö ár þá komst ég að en þá var ég bara búin að finna út úr hlutunum sjálf, þannig ég þurfti í raun og veru ekki lengur á þeirra aðstoð að halda,“ segir Lilja Ósk sem segist hafa fundið lækni í Noregi sem hafi hjálpað henni með augnæfingar sem hafi gert henni kleyft að lesa að nýju. Hún segir fá ef einhver úrræði standa fólki til boða í heilbrigðiskerfinu á Íslandi sem verði fyrir höfuðhöggi. Einkennin geti enda verið misjöfn á milli einstaklinga, sumir fái höfuðverki en aðrir ekki. Ráðleggur fólki að segja frá „Þegar ég var á þessum stað var ég ótrúlega ringluð, einmana, það er enginn á sama stað og þú, hrædd, skammaðist mín fyrir að vera á þessum stað, meira að segja fyrir mínum allra innsta kjarna var ég heldur ekki að viðurkenna þetta.“ Lilja Ósk segir að hún ráðleggi þeim sem eru í svipaðri stöðu eða lendi í því að fá alvarlegt höfuðhögg að segja sínum innsta hringi frá því og fá hjálp. „Leyfa fólkinu þínu að hjálpa þér. Ekki vera svona rosalega stolt að þú þarft ekki á hjálp að halda. Bakka aðeins úr vinnunni, hún skiptir kannski ekki alveg öllu máli af því að ef þú nærð ekki heilsu þá nærðu ekki að vinna hvorteðer.“ Hún segist hafa rembst við að halda öllum boltum á lofti í tvö ár. Það hafi ekki farið vel. „Þá þurfti ég virkilega að hvíla mig. Að lokum þegar ég loksins viðurkenndi að ég þyrfti á aðstoð að halda og taka mér pásu þá loksins gat ég byrjað að hlúa að sjálfri mér.“ Hún hvetur fólk sem lendir í slysi eða er að takast á við óvæntar aðstæður að sýna sér mildi, fullmeðvituð um að það sé klisja. „En ég sat bara uppi með einhverja týpu, einhverja nýja útgáfu af sjálfri mér sem ég þekkti eiginlega ekki, ég kunni ógeðslega illa við þessa útgáfu af sjálfri mér og fyrirleit þessa útgáfu. Og það hjálpar þér ekki, að komast áfram í lífinu. Það er bara ávísun á einhvern horbjóð.“
Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira