Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar 25. september 2025 16:00 Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Hilmar Harðarson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun