Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2025 10:48 Blómin á þakinu og Palli var einn í heiminum hafa verið sett á svið leikhússana hér heima undanfarin ár. Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins. List fyrir alla er verkefni á vegum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins sem hefur það að meginmarkmiði að velja og miðla listviðburðum og menningu til barna og ungmenna óháð búsetu og efnahag. Svakalega lestrarkeppnin er eitt þessara verkefna sem List fyrir alla styður en það er lestrarkeppni fyrir grunnskóla landsins með það markmið að hvetja börn í 1. - 7. bekk til að lesa meira. Keppnin hófst formlega í síðustu viku og stendur til 15. október, en 90 grunnskólar eru skráðir til leiks. Barnabókahöfundarnir Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir eru upphafskonur og verkefnastýrur verkefnisins sem nær hápunkti á degi íslenskrar tungu 16. nóvember nk. þegar tilkynnt verður um sigurvegara keppninnar í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur verður á RÚV. Niður á strönd eða út í lönd? Áhersla er lögð á að höfða til barna og fjölskyldna og hvetja sem flesta til að lesa meira. Burtséð frá skráningu í keppnina sé um að gera að taka sér bók í hönd og berast með henni lóðbeint niður á strönd eða út í lönd! Minnt er á mikilvægi lestrarvenja barna sem skipti miklu máli því þær efli tungumál, orðaforða og hugsun, en einnig hugmyndaflug, einbeitingu og hæfni til að setja sig í spor annarra. „Með lestri læra börn að skilja tilfinningar og sjónarhorn, sem styrkir bæði námslegan og félagslegan þroska. Svo er það líka svo gaman!“ En þá að uppáhaldsbókum sem ráðherrarnir völdu til að sýna þann fjölda frábærra barnabóka á íslensku. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Blómin á þakinu (1985) eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Ronja ræningjadóttir (1981) eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra Geimstöðin í seríunni Ævintýri Tom Swift (1960) eftir Victor Appleton í þýðingu Skúla Jenssonar. Tvær af vinsælustu bókum Astrid Lindgren. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra Alli, Nalli og Tunglið (1976) eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Hringadróttinssaga eftir J. R. R. Tolkien (1954-1955) í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren (1973) í þýðingu Þorleifs Haukssonar og Fimm bókaflokkurinn (1942-1963) eftir Enid Blyton í þýðingu Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard (1942) í þýðingu Þórarins Eldjárns. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra Valsauga og Minnetonka eftir Ulf Uller (1947) í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Alma Möller, heilbrigðisráðherra Salomón svarti eftir Hjört Gíslason (1960). Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra Tinna-bækurnar eftir Hergé (1930-1976). Þýðendur: Loftur Guðmundsson og Þorsteinn Ó. Thorarensen Bókmenntir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Sjá meira
List fyrir alla er verkefni á vegum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins sem hefur það að meginmarkmiði að velja og miðla listviðburðum og menningu til barna og ungmenna óháð búsetu og efnahag. Svakalega lestrarkeppnin er eitt þessara verkefna sem List fyrir alla styður en það er lestrarkeppni fyrir grunnskóla landsins með það markmið að hvetja börn í 1. - 7. bekk til að lesa meira. Keppnin hófst formlega í síðustu viku og stendur til 15. október, en 90 grunnskólar eru skráðir til leiks. Barnabókahöfundarnir Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir eru upphafskonur og verkefnastýrur verkefnisins sem nær hápunkti á degi íslenskrar tungu 16. nóvember nk. þegar tilkynnt verður um sigurvegara keppninnar í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur verður á RÚV. Niður á strönd eða út í lönd? Áhersla er lögð á að höfða til barna og fjölskyldna og hvetja sem flesta til að lesa meira. Burtséð frá skráningu í keppnina sé um að gera að taka sér bók í hönd og berast með henni lóðbeint niður á strönd eða út í lönd! Minnt er á mikilvægi lestrarvenja barna sem skipti miklu máli því þær efli tungumál, orðaforða og hugsun, en einnig hugmyndaflug, einbeitingu og hæfni til að setja sig í spor annarra. „Með lestri læra börn að skilja tilfinningar og sjónarhorn, sem styrkir bæði námslegan og félagslegan þroska. Svo er það líka svo gaman!“ En þá að uppáhaldsbókum sem ráðherrarnir völdu til að sýna þann fjölda frábærra barnabóka á íslensku. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Blómin á þakinu (1985) eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra Ronja ræningjadóttir (1981) eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra Geimstöðin í seríunni Ævintýri Tom Swift (1960) eftir Victor Appleton í þýðingu Skúla Jenssonar. Tvær af vinsælustu bókum Astrid Lindgren. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra Alli, Nalli og Tunglið (1976) eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Hringadróttinssaga eftir J. R. R. Tolkien (1954-1955) í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren (1973) í þýðingu Þorleifs Haukssonar og Fimm bókaflokkurinn (1942-1963) eftir Enid Blyton í þýðingu Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard (1942) í þýðingu Þórarins Eldjárns. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra Valsauga og Minnetonka eftir Ulf Uller (1947) í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar. Alma Möller, heilbrigðisráðherra Salomón svarti eftir Hjört Gíslason (1960). Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra Tinna-bækurnar eftir Hergé (1930-1976). Þýðendur: Loftur Guðmundsson og Þorsteinn Ó. Thorarensen
Bókmenntir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Sjá meira