Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2025 16:03 Donald Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Richard Drew Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Segja má að í ræðu Trumps hafi verið nokkrir meginþræðir. Einn var sá að heimurinn blómstraði á fyrra kjörtímabili hans en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna á milli kjörtímabila Trump, hefði skemmt allt. Nú væri hann mættur til að lagfæra Bandaríkin og heiminn á nýjan leik. Annar var að Sameinuðu þjóðirnar væru ekki að standa sig. Þær leystu engin vandamál, heldur sköpuðu þau. Hann sagðist hafa stöðvað sjö stríð, sem er umdeilt, og að hann ætti friðarverðlaun skilið fyrir það. Einnig kvartaði hann yfir að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekkert hjálpað á þeim vettvangi. Þá varði Trump miklu púðri í málefni innflytjenda og hælisleitendur, auk þess sem hann kvartaði mjög yfir umhverfismálum og í báðum málaflokkum gagnrýndi hann einnig Sameinuðu þjóðirnar. Vert er að taka fram að Trump fór margsinnis frjálslega með sannleikann í ræðunni. Áhugasamir geta horft á alla ræðu Trumps í spilaranum hér að neðan. Neðar í greininni eru svo brot úr henni. Kvartaði yfir textavélinni Forsetinn hóf ræðu sína á því að grínast með að textavél salarins virkaði ekki. Trump sagði það kannski bara vera betra, því þá talaði hann meira frá hjartanu og það virðist hann svo sannarlega hafa gert. Að miklu leyti líktist ræða Trumps fyrri ræðum hans á kosningafundum með stuðningsmönnum. Nokkuð augljóst var að Trump fór að „vefa“ eins og hann hefur kallað það, í pontunni og hætti að fylgja ræðunni. Jafnvel eftir að hann sagði textavélina aftur komna í gang aftur. .@POTUS: "I don't mind making this speech without a teleprompter — because the teleprompter is not working... I can only say that whoever is operating this teleprompter is in big trouble." 🤣 pic.twitter.com/XQcLsT5lug— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Nokkrum mínútum áður en hann tók til máls hafði Annalena Baerbock, forseti allsherjarþingsins, beðið þjóðarleiðtoga um að reyna að tala ekki lengur en í fimmtán mínútur. Trump talaði í tæpa klukkustund og fór hann um víðan völl í ræðu sinni. Eftir ræðu Trumps hélt Baerbock því fram að textavélar Sameinuðu þjóðanna virkuðu fínt. Bölsótaðist yfir Biden Trump varði drjúgum hluta af ræðu sinni í að gagnrýna Joe Biden, forvera sinn, harðlega og kenna honum um flest allt sem hefði farið úrskeiðis í Bandaríkjunum og í heiminum öllum. Hann sagði sex ár liðin frá því að hann hafi síðast staðið á sama stað og þá hafi friður ríkt í heiminum og allir haft það gott. Síðan þá hefði allt farið til fjandans, vegna ríkisstjórnar Bidens, sem hefði valdið miklum skaða hjá Bandaríkjunum og heiminum öllum. Trump sagði að fyrir ári síðan hefðu Bandaríkin verið í miklum vandræðum en nú væri landið það „heitasta“ í heimi, og ekkert annað land væri með tærnar þar sem Bandaríkin hefðu hælana. Nú væru Bandaríkin að ganga í gegnum mikla gullöld þar sem verið væri að snúa við öllu því slæma sem Biden hefði skilið eftir sig. Verðbólga hefði lækkað, verðlag líka og að verðbólga hefði verið sigruð. Það eina sem hefði hækkað samkvæmt Trump væri virði hlutabréfa á mörkuðum. .@POTUS at the UN: One year ago, our country was in deep trouble, but today, just eight months into my Administration, we are the hottest country anywhere in the world — and there is nobody even close. pic.twitter.com/vaKJuqhy0G— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Trump sagði að efnahagur Bandaríkjanna hefði verið sá besti í sögu heimsins þegar hann var fyrst forseti og nú væri hann að gera það sama á nýjan leik. Einnig sagði Trump að Bandaríkin hefðu aldrei verið eins virt á alþjóðasviðinu og um þessar mundir. Áður en hann tók aftur við embætti hafi Bandaríkin verið aðhlátursefni en sú tíð væri liðin. Hefur stöðvað sjö „óstöðvandi“ stríð Í ræðu sinni sagðist Trump hafa bundið enda á sjö stríð, sem enginn annar hefði getað gert. Hann sagði tvö þeirra hafa staðið yfir í áratugi. Það er ekki rétt að Trump hafi bundið enda á sjö stríð. Hann nefndi í því samhengi Ísrael og Íran, Indland og Pakistan, Rúanda og Austur-Kongó, Taíland og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptaland og Eþíópíu og Serbía og Kósovó. .@POTUS: In a period of just 7 months, I have ended 7 un-endable wars... No president or prime minister—and for that matter, no other country—has ever done anything close to that, and I did it in just 7 MONTHS. pic.twitter.com/Zs3c9703gv— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Í einhverjum tilfellum hafa deiluaðilar veitt Trump heiðurinn að því að binda enda á átök en í öðrum er aðkoma hans óljós og jafnvel umdeild. Þá eru önnur tilfelli þar sem átök hafa þegar hafist að nýju. Farið var ítarlega yfir þessar yfirlýsingar Trumps í grein í síðasta mánuði, þegar hann varpaði þeim fyrst fram. Trump sagði engan annan hafa getað unnið eins þrekvirki og hann segist hafa unnið. hann hefði bjargað milljónum lífa og að hann ætti með réttu að fá friðarverðlaun Nóbels. Því miður hefði hann enga aðstoð fengið frá Sameinuðu þjóðunum. „Það er miður að ég hafi þurft að gera þetta, í stað þess að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert það.“ Forsetinn sagði að það eina sem hann hefði fengið frá Sameinuðu þjóðunum væri biluð textavél og bilaður rúllustigi, því svo virðist sem rúllustigi í höfuðstöðvum SÞ hafi bilað þegar hann og eiginkona hans voru að ganga inn í bygginguna í dag. „Hver er tilgangur Sameinuðu þjóðanna?“ spurði Trump. Hann sagði stofnunina vera mjög efnilega en að hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. „Tóm orð og tóm orð stöðva ekki stríð.“ Minutes into his speech, President Trump says all he got from the United Nations was a broken escalator and faulty teleprompter. On the UN overall, he says, "That being the case, what is the purpose of the United Nations? The UN has such tremendous potential....but it's not… pic.twitter.com/B70DP8VN0A— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) September 23, 2025 Trump vísaði því næst til þess að á árum áður hefði hann boðist til að taka höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í yfirhalningu. Sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa farið aðra og ranga leið sem hefði kostað mun meira en hann hefði rukkað fyrir verkefnið og með verri niðurstöðu. „Þið fenguð ekki marmaragólfið sem ég lofaði,“ sagði Trump og kvartaði svo aftur yfir rúllustiganum bilaða. Hann sagði mögulegt að Sameinuðu þjóðirnar gætu gert gagn og bauð öðrum þjóðarleiðtogum til að ganga til liðs við sig, hafna mistökum fortíðarinnar og móta nýja heimsmynd, þar sem allir myndu hafa það betra. Hélt að Úkraínustríðið yrði auðleyst Trump hefur ekki tekist að binda enda á tvö stríð. Hann sagði nauðsynlegt að binda enda á stríðið á Gasaströndinni. Það yrði að gerast fljótt en kenndi hann leiðtogum Hamas-samtakanna um að það hefði ekki tekist, þar sem þeir hefðu neitað að semja. Hann sagðist ekki vilja verðlauna Hamas með viðurkenningu Palestínsks ríkis. Það ætti ekki að verða við kröfum hryðjuverkamanna heldur þess í stað þvinga Hamas til að sleppa þeim gíslum sem þeir halda enn. .@POTUS: "Instead of giving in to Hamas’s ransom demands, those who want peace should be united with one message: RELEASE THE HOSTAGES NOW!" pic.twitter.com/rkZoTTCoLD— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Varðandi Úkraínu sagðist Trump hafa staðið í þeirri trú að honum myndi reynast auðvelt að binda enda á stríðið í Úkraínu vegna góðs sambands síns við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði marga hafa staðið í þeirri trú að það stríð myndi eingöngu taka nokkra daga en svo hefði nú ekki farið og gagnrýndi hann Rússa fyrir mannfallið í stríðinu og sagði að slæmt gengi Rússa liti illa út fyrir Pútín. Trump hélt því einnig fram að af innrás Rússa hefði aldrei orðið ef hann hefði verið forseti og kenndi Joe Biden enn eina ferðina um. Þá gagnrýndi Trump Kínverja og Indverja fyrir að kaupa mikið magn af olíu af Rússlandi og fjármagna þannig stríðsrekstur Pútíns. Hann beindi gremju sinni einnig að tveimur ríkjum NATO, sem hann nefndi þó ekki á nafn. Ríkin eru Slóvakía og Ungverjalands sem kaupa enn olíu af Rússlandi og sagðist Trump hafa komist að þessu fyrir tveimur vikum. Þetta sagði Trump smánarlegt og sagði að Evrópa þyrfti að girða sig í brók. „Við erum með haf á milli en þið eruð þarna,“ sagði Trump. Þá sagðist hann ætla að ræða málið við leiðtoga ríkjanna. .@POTUS: In the event that Russia is not ready to make a deal to end the war, then the United States is fully prepared to impose a very strong round of powerful tariffs... But for those tariffs to be effective, European nations would have to join us in adopting the exact same… pic.twitter.com/b4WvZ7dC1F— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Sameinuðu þjóðirnar fjármagni innrásir Þegar kemur að málefnum innflytjenda og hælisleitenda var Trump myrkur í máli. Hann sagði þessa hópa vera að eyðileggja heilu ríkin. Þá gagnrýndi hann Sameinuðu þjóðirnar fyrir að leysa ekki þessi vandamál heldur valda þeim. Í rauninni væru SÞ að fjármagna innrásir í Vesturlönd. Óásættanlegt væri að stofnunin styddi fólk í því að ferðast ólöglega til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Sameinuðu þjóðirnar ættu að stöðva innrásir, ekki skipuleggja þær og fjármagna. .@POTUS: "Not only is the U.N. not solving the problems it should—too often, it is actually creating NEW problems.... The United Nations is FUNDING an assault on Western countries and their borders... The U.N. is supposed to STOP invasions—not CREATE them and not FINANCE them." pic.twitter.com/bH9v9CvLmZ— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Þá hvatti hann leiðtoga annarra ríkja til að loka landamærum, eins og hann hefði gert í Bandaríkjunum, og kenndi hann pólitískum rétttrúnaði um að það hefði ekki þegar verið gert. „Þið eruð að gera þetta því þið viljið vera almennileg. Þið viljið sýna pólitískan rétttrúnað en þið eruð að eyðileggja arfleifð ykkar.“ Inn á milli gagnrýndi hann borgarstjóra Lundúna fyrir það hvernig hann héldi á spöðunum í málefnum innflytjenda og sagði að verið væri að reyna að kom á sjaríalögum þar. „Ég er mjög góður í þessu, lönd ykkar eru að fara til helvítis.“ .@POTUS: "Europe is in serious trouble. They've been invaded by a force of illegal aliens like the world has never seen... and because they choose to be politically correct, they are doing nothing about it." pic.twitter.com/12g0wIPbcH— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Þá sagði Trump að „stoltar þjóðir“ yrðu að geta varið landamæri sín og menningu. Gagnrýndi hann bæði almenna innflytjendur og hælisleitendur og sagði þá misnota kerfið á Vesturlöndum. Hann sagði að leysa þyrfti vanda þessa fólks en það þyrfti að gera í heimalöndum þeirra, í stað þess að skapa ný vandamál í öðrum ríkjum. Aftur fór Trump af sporinu um nokkuð skeið, þar sem hann talaði um hræðilegar aðstæður fólks sem ferðaðist frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna og hvernig hann hefði bjargað fjölmörgum mannslífum með því að loka landamærum Bandaríkjanna. Fólk væri hætt að fara í þetta hættulega ferðalag. Sagði grænan iðnað svikamyllu Stór hluti ræðu Trumps sneri að umhverfismálum og grænum iðnaði, sem hann sagði algera svikamyllu, sem Kínverjar hefðu grætt mjög mikla peninga á. Trump vísaði til þess að einu sinni hefði verið talað um hnattræna hlýnun en sagði að áður hefði verið talað um kólnun. Nú væri bara talað um veðurfarsbreytingar, svo enginn hefði rangt fyrir sér. Hann sagði heimskt fólk hafa varpað fram fullt af dómsdagsspám sem hefðu reynst rangar. „Ef þið hættið ekki þessu græna rugli, munu ríki ykkar falla. Ég er mjög góður í að spá svona hlutum.“ .@POTUS warns world leaders: "I'm telling you that if you don't get away from the 'green energy' scam, your country is going to FAIL. If you don't stop people that you've never seen before that you have nothing in common with, your country is going to FAIL." 🔥 pic.twitter.com/DYF1sX5Liy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Hann sagði fólk hafa allt of miklar áhyggjur af umhverfismálum og gagnrýndi aðra fyrir að menga of mikið og hafa áhrif á önnur ríki. Þá nefndi hann sérstaklega það að ríki Asíu köstuðu miklu rusli í sjóinn, sem endaði svo í mörgum tilfellum í Bandaríkjunum. „Svo lendir einhver í vandræðum fyrir að kasta sígarettustubb á ströndina. Þetta er allt klikkun,“ sagði Trump. Þetta sagði hann vera svikamyllu. .@POTUS: "The primary effect of these brutal green energy policies has not been to help the Environment, but to redistribute manufacturing and industrial activity from developed countries that FOLLOW the insane rules... to polluting countries that BREAK the rules." pic.twitter.com/01qVzJYrwe— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Átök í Ísrael og Palestínu Umhverfismál Flóttamenn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Segja má að í ræðu Trumps hafi verið nokkrir meginþræðir. Einn var sá að heimurinn blómstraði á fyrra kjörtímabili hans en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna á milli kjörtímabila Trump, hefði skemmt allt. Nú væri hann mættur til að lagfæra Bandaríkin og heiminn á nýjan leik. Annar var að Sameinuðu þjóðirnar væru ekki að standa sig. Þær leystu engin vandamál, heldur sköpuðu þau. Hann sagðist hafa stöðvað sjö stríð, sem er umdeilt, og að hann ætti friðarverðlaun skilið fyrir það. Einnig kvartaði hann yfir að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekkert hjálpað á þeim vettvangi. Þá varði Trump miklu púðri í málefni innflytjenda og hælisleitendur, auk þess sem hann kvartaði mjög yfir umhverfismálum og í báðum málaflokkum gagnrýndi hann einnig Sameinuðu þjóðirnar. Vert er að taka fram að Trump fór margsinnis frjálslega með sannleikann í ræðunni. Áhugasamir geta horft á alla ræðu Trumps í spilaranum hér að neðan. Neðar í greininni eru svo brot úr henni. Kvartaði yfir textavélinni Forsetinn hóf ræðu sína á því að grínast með að textavél salarins virkaði ekki. Trump sagði það kannski bara vera betra, því þá talaði hann meira frá hjartanu og það virðist hann svo sannarlega hafa gert. Að miklu leyti líktist ræða Trumps fyrri ræðum hans á kosningafundum með stuðningsmönnum. Nokkuð augljóst var að Trump fór að „vefa“ eins og hann hefur kallað það, í pontunni og hætti að fylgja ræðunni. Jafnvel eftir að hann sagði textavélina aftur komna í gang aftur. .@POTUS: "I don't mind making this speech without a teleprompter — because the teleprompter is not working... I can only say that whoever is operating this teleprompter is in big trouble." 🤣 pic.twitter.com/XQcLsT5lug— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Nokkrum mínútum áður en hann tók til máls hafði Annalena Baerbock, forseti allsherjarþingsins, beðið þjóðarleiðtoga um að reyna að tala ekki lengur en í fimmtán mínútur. Trump talaði í tæpa klukkustund og fór hann um víðan völl í ræðu sinni. Eftir ræðu Trumps hélt Baerbock því fram að textavélar Sameinuðu þjóðanna virkuðu fínt. Bölsótaðist yfir Biden Trump varði drjúgum hluta af ræðu sinni í að gagnrýna Joe Biden, forvera sinn, harðlega og kenna honum um flest allt sem hefði farið úrskeiðis í Bandaríkjunum og í heiminum öllum. Hann sagði sex ár liðin frá því að hann hafi síðast staðið á sama stað og þá hafi friður ríkt í heiminum og allir haft það gott. Síðan þá hefði allt farið til fjandans, vegna ríkisstjórnar Bidens, sem hefði valdið miklum skaða hjá Bandaríkjunum og heiminum öllum. Trump sagði að fyrir ári síðan hefðu Bandaríkin verið í miklum vandræðum en nú væri landið það „heitasta“ í heimi, og ekkert annað land væri með tærnar þar sem Bandaríkin hefðu hælana. Nú væru Bandaríkin að ganga í gegnum mikla gullöld þar sem verið væri að snúa við öllu því slæma sem Biden hefði skilið eftir sig. Verðbólga hefði lækkað, verðlag líka og að verðbólga hefði verið sigruð. Það eina sem hefði hækkað samkvæmt Trump væri virði hlutabréfa á mörkuðum. .@POTUS at the UN: One year ago, our country was in deep trouble, but today, just eight months into my Administration, we are the hottest country anywhere in the world — and there is nobody even close. pic.twitter.com/vaKJuqhy0G— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Trump sagði að efnahagur Bandaríkjanna hefði verið sá besti í sögu heimsins þegar hann var fyrst forseti og nú væri hann að gera það sama á nýjan leik. Einnig sagði Trump að Bandaríkin hefðu aldrei verið eins virt á alþjóðasviðinu og um þessar mundir. Áður en hann tók aftur við embætti hafi Bandaríkin verið aðhlátursefni en sú tíð væri liðin. Hefur stöðvað sjö „óstöðvandi“ stríð Í ræðu sinni sagðist Trump hafa bundið enda á sjö stríð, sem enginn annar hefði getað gert. Hann sagði tvö þeirra hafa staðið yfir í áratugi. Það er ekki rétt að Trump hafi bundið enda á sjö stríð. Hann nefndi í því samhengi Ísrael og Íran, Indland og Pakistan, Rúanda og Austur-Kongó, Taíland og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptaland og Eþíópíu og Serbía og Kósovó. .@POTUS: In a period of just 7 months, I have ended 7 un-endable wars... No president or prime minister—and for that matter, no other country—has ever done anything close to that, and I did it in just 7 MONTHS. pic.twitter.com/Zs3c9703gv— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Í einhverjum tilfellum hafa deiluaðilar veitt Trump heiðurinn að því að binda enda á átök en í öðrum er aðkoma hans óljós og jafnvel umdeild. Þá eru önnur tilfelli þar sem átök hafa þegar hafist að nýju. Farið var ítarlega yfir þessar yfirlýsingar Trumps í grein í síðasta mánuði, þegar hann varpaði þeim fyrst fram. Trump sagði engan annan hafa getað unnið eins þrekvirki og hann segist hafa unnið. hann hefði bjargað milljónum lífa og að hann ætti með réttu að fá friðarverðlaun Nóbels. Því miður hefði hann enga aðstoð fengið frá Sameinuðu þjóðunum. „Það er miður að ég hafi þurft að gera þetta, í stað þess að Sameinuðu þjóðirnar hafi gert það.“ Forsetinn sagði að það eina sem hann hefði fengið frá Sameinuðu þjóðunum væri biluð textavél og bilaður rúllustigi, því svo virðist sem rúllustigi í höfuðstöðvum SÞ hafi bilað þegar hann og eiginkona hans voru að ganga inn í bygginguna í dag. „Hver er tilgangur Sameinuðu þjóðanna?“ spurði Trump. Hann sagði stofnunina vera mjög efnilega en að hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. „Tóm orð og tóm orð stöðva ekki stríð.“ Minutes into his speech, President Trump says all he got from the United Nations was a broken escalator and faulty teleprompter. On the UN overall, he says, "That being the case, what is the purpose of the United Nations? The UN has such tremendous potential....but it's not… pic.twitter.com/B70DP8VN0A— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) September 23, 2025 Trump vísaði því næst til þess að á árum áður hefði hann boðist til að taka höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í yfirhalningu. Sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa farið aðra og ranga leið sem hefði kostað mun meira en hann hefði rukkað fyrir verkefnið og með verri niðurstöðu. „Þið fenguð ekki marmaragólfið sem ég lofaði,“ sagði Trump og kvartaði svo aftur yfir rúllustiganum bilaða. Hann sagði mögulegt að Sameinuðu þjóðirnar gætu gert gagn og bauð öðrum þjóðarleiðtogum til að ganga til liðs við sig, hafna mistökum fortíðarinnar og móta nýja heimsmynd, þar sem allir myndu hafa það betra. Hélt að Úkraínustríðið yrði auðleyst Trump hefur ekki tekist að binda enda á tvö stríð. Hann sagði nauðsynlegt að binda enda á stríðið á Gasaströndinni. Það yrði að gerast fljótt en kenndi hann leiðtogum Hamas-samtakanna um að það hefði ekki tekist, þar sem þeir hefðu neitað að semja. Hann sagðist ekki vilja verðlauna Hamas með viðurkenningu Palestínsks ríkis. Það ætti ekki að verða við kröfum hryðjuverkamanna heldur þess í stað þvinga Hamas til að sleppa þeim gíslum sem þeir halda enn. .@POTUS: "Instead of giving in to Hamas’s ransom demands, those who want peace should be united with one message: RELEASE THE HOSTAGES NOW!" pic.twitter.com/rkZoTTCoLD— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Varðandi Úkraínu sagðist Trump hafa staðið í þeirri trú að honum myndi reynast auðvelt að binda enda á stríðið í Úkraínu vegna góðs sambands síns við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði marga hafa staðið í þeirri trú að það stríð myndi eingöngu taka nokkra daga en svo hefði nú ekki farið og gagnrýndi hann Rússa fyrir mannfallið í stríðinu og sagði að slæmt gengi Rússa liti illa út fyrir Pútín. Trump hélt því einnig fram að af innrás Rússa hefði aldrei orðið ef hann hefði verið forseti og kenndi Joe Biden enn eina ferðina um. Þá gagnrýndi Trump Kínverja og Indverja fyrir að kaupa mikið magn af olíu af Rússlandi og fjármagna þannig stríðsrekstur Pútíns. Hann beindi gremju sinni einnig að tveimur ríkjum NATO, sem hann nefndi þó ekki á nafn. Ríkin eru Slóvakía og Ungverjalands sem kaupa enn olíu af Rússlandi og sagðist Trump hafa komist að þessu fyrir tveimur vikum. Þetta sagði Trump smánarlegt og sagði að Evrópa þyrfti að girða sig í brók. „Við erum með haf á milli en þið eruð þarna,“ sagði Trump. Þá sagðist hann ætla að ræða málið við leiðtoga ríkjanna. .@POTUS: In the event that Russia is not ready to make a deal to end the war, then the United States is fully prepared to impose a very strong round of powerful tariffs... But for those tariffs to be effective, European nations would have to join us in adopting the exact same… pic.twitter.com/b4WvZ7dC1F— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Sameinuðu þjóðirnar fjármagni innrásir Þegar kemur að málefnum innflytjenda og hælisleitenda var Trump myrkur í máli. Hann sagði þessa hópa vera að eyðileggja heilu ríkin. Þá gagnrýndi hann Sameinuðu þjóðirnar fyrir að leysa ekki þessi vandamál heldur valda þeim. Í rauninni væru SÞ að fjármagna innrásir í Vesturlönd. Óásættanlegt væri að stofnunin styddi fólk í því að ferðast ólöglega til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Sameinuðu þjóðirnar ættu að stöðva innrásir, ekki skipuleggja þær og fjármagna. .@POTUS: "Not only is the U.N. not solving the problems it should—too often, it is actually creating NEW problems.... The United Nations is FUNDING an assault on Western countries and their borders... The U.N. is supposed to STOP invasions—not CREATE them and not FINANCE them." pic.twitter.com/bH9v9CvLmZ— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Þá hvatti hann leiðtoga annarra ríkja til að loka landamærum, eins og hann hefði gert í Bandaríkjunum, og kenndi hann pólitískum rétttrúnaði um að það hefði ekki þegar verið gert. „Þið eruð að gera þetta því þið viljið vera almennileg. Þið viljið sýna pólitískan rétttrúnað en þið eruð að eyðileggja arfleifð ykkar.“ Inn á milli gagnrýndi hann borgarstjóra Lundúna fyrir það hvernig hann héldi á spöðunum í málefnum innflytjenda og sagði að verið væri að reyna að kom á sjaríalögum þar. „Ég er mjög góður í þessu, lönd ykkar eru að fara til helvítis.“ .@POTUS: "Europe is in serious trouble. They've been invaded by a force of illegal aliens like the world has never seen... and because they choose to be politically correct, they are doing nothing about it." pic.twitter.com/12g0wIPbcH— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Þá sagði Trump að „stoltar þjóðir“ yrðu að geta varið landamæri sín og menningu. Gagnrýndi hann bæði almenna innflytjendur og hælisleitendur og sagði þá misnota kerfið á Vesturlöndum. Hann sagði að leysa þyrfti vanda þessa fólks en það þyrfti að gera í heimalöndum þeirra, í stað þess að skapa ný vandamál í öðrum ríkjum. Aftur fór Trump af sporinu um nokkuð skeið, þar sem hann talaði um hræðilegar aðstæður fólks sem ferðaðist frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna og hvernig hann hefði bjargað fjölmörgum mannslífum með því að loka landamærum Bandaríkjanna. Fólk væri hætt að fara í þetta hættulega ferðalag. Sagði grænan iðnað svikamyllu Stór hluti ræðu Trumps sneri að umhverfismálum og grænum iðnaði, sem hann sagði algera svikamyllu, sem Kínverjar hefðu grætt mjög mikla peninga á. Trump vísaði til þess að einu sinni hefði verið talað um hnattræna hlýnun en sagði að áður hefði verið talað um kólnun. Nú væri bara talað um veðurfarsbreytingar, svo enginn hefði rangt fyrir sér. Hann sagði heimskt fólk hafa varpað fram fullt af dómsdagsspám sem hefðu reynst rangar. „Ef þið hættið ekki þessu græna rugli, munu ríki ykkar falla. Ég er mjög góður í að spá svona hlutum.“ .@POTUS warns world leaders: "I'm telling you that if you don't get away from the 'green energy' scam, your country is going to FAIL. If you don't stop people that you've never seen before that you have nothing in common with, your country is going to FAIL." 🔥 pic.twitter.com/DYF1sX5Liy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025 Hann sagði fólk hafa allt of miklar áhyggjur af umhverfismálum og gagnrýndi aðra fyrir að menga of mikið og hafa áhrif á önnur ríki. Þá nefndi hann sérstaklega það að ríki Asíu köstuðu miklu rusli í sjóinn, sem endaði svo í mörgum tilfellum í Bandaríkjunum. „Svo lendir einhver í vandræðum fyrir að kasta sígarettustubb á ströndina. Þetta er allt klikkun,“ sagði Trump. Þetta sagði hann vera svikamyllu. .@POTUS: "The primary effect of these brutal green energy policies has not been to help the Environment, but to redistribute manufacturing and industrial activity from developed countries that FOLLOW the insane rules... to polluting countries that BREAK the rules." pic.twitter.com/01qVzJYrwe— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 23, 2025
Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Átök í Ísrael og Palestínu Umhverfismál Flóttamenn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira