Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar 23. september 2025 13:45 Kæri borgarstjóri! Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) mótmælir harðlega um sjö prósenta niðurskurði Reykjavíkurborgar á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna. FT telur þessi áform með öllu óásættanleg og að það sé ekki verjandi að enn eigi að skerða aðgengi að tónlistarmenntun í borginni með ítrekuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarskóla. Þá eykur það enn á alvarleika málsins að samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar frá árinu 2020 virðist stór hluti árganga í grunnskólum borgarinnar ekki njóta lögbundinnar tónmenntakennslu. Tónlist er ekki aukaatriði – hún er nauðsyn FT áréttar að tónlist er ekki aukaatriði þegar kemur að menntun. Þvert á móti er tónlistarmenntun grundvallarþáttur í heildstæðri og merkingarbærri menntun þar sem horft er til gæða, jöfnuðar og tilgangs menntunar, eins og kemur skýrt fram í Ramma UNESCO fyrir menningar- og listmenntun frá árinu 2024. Kjarninn í stefnuskjali UNESCO hverfist um að listir og menning séu óaðskiljanlegur hluti af menntun og þroska bæði einstaklinga og samfélaga. Lögð er áhersla á að menntakerfi þurfi að setja menningar- og listmenntun í forgrunn; án hennar sé ekki hægt að tala um gæðamenntun, og að viðurkenna þurfi hið innbyggða samfélagslega gildi lista, menningar og skapandi greina og þýðingarmikið framlag þeirra til framþróunar samfélaga. Innleiðing Rammans tilefni til endurskoðunar Innleiðing á Ramma UNESCO er meðal aðgerða í nýsamþykktri aðgerðaáætlun með menntastefnu íslenskra stjórnvalda til ársins 2030 og aðilar skólasamfélagsins bera þar sameiginlega ábyrgð á framkvæmdinni. Það væri verðugt fyrsta skref í þeirri vegferð að borgaryfirvöld myndu hverfa frá áformuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna og axla þannig ábyrgð gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist. Með því skrefi væri stefnu borgarinnar sjálfrar jafnframt framfylgt. Markviss fjölgun tónlistarnemenda forgangsáhersla Í stefnu og greinargerð frá 2021 um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til ársins 2030 er markviss fjölgun tónlistarnemenda meðal forgangsáherslna og tiltekið að hlutfall barna og ungmenna sem njóta tónlistarnáms skuli hækka í skrefum á gildistíma stefnunnar. Í stefnunni kemur fram að þar sé „lagður grunnur að stórefldu tónlistarnámi og tónlistarfræðslu í borginni“ og að markmiðið sé „að auka jöfnuð og aðgengi barna og ungmenna að tónlistarnámi samhliða því að tryggja fjölbreytni í tónlistarnámi.“ Með vaxandi þekkingu á jákvæðum og varanlegum áhrifum tónlistarnáms fyrir nemendur, verði það sífellt ljósara hve mikilvægt er að allir fái að kynnast tónlistarnámi af eigin raun og hægt sé að mæta þeim sem það vilja stunda. Hér eru orð að sönnu um gildi tónlistarnáms og mikilvægi þess að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri allra barna og ungmenna að tónlistarnámi. Með hliðsjón af stefnu borgarinnar er fyrirhugaður niðurskurður óskiljanlegur. Fóstra tónlistar þarf að rísa undir nafni Tónlistarborgin Reykjavík byggir á grunni þess gróskumikla og kröftuga tónlistarlífs sem hér hefur byggst upp á undangengnum áratugum. Ímynd og kynningarstarf borgarinnar nýtur þannig góðs af hæfileikum íslensks tónlistarfólks og, eins og segir í skýrslu starfshóps um tónlistarborgina, má leiða að því rök „að ímynd íslenskrar tónlistar sé samofin ímynd Reykjavíkur sem menningarborgar og áhugaverðs áfangastaðar“. Þar kemur einnig fram að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík byggi á „sýn um skapandi og þroskandi umhverfi, þar sem tónlist er órjúfandi þáttur menntunar, tómstunda og þroska barna og ungmenna.“ Lögð er áhersla á „heildræna sýn þar sem grunnurinn er treystur með öflugri og aðgengilegri tónlistarmenntun“. Grundvöllur þess að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík geti staðið undir nafni hvílir eðli málsins samkvæmt á því tónlistarskólakerfi, sem okkur sem samfélagi bar gæfa til að byggja upp um allt land, og það gerir enn ríkari kröfu til höfuðborgarinnar um að standa sína plikt gagnvart tónlistarmenntun í landinu. Borg sem vill vera þekkt sem „fóstra tónlistar“ verður að rísa undir forsendu- og velgengnisþáttum sem hún sjálf hefur skilgreint sem grundvöll Tónlistarborgarinnar, þ.e. að „standa vörð um tónlistarmenntun og tónlistaruppeldi barna í borginni“. Verðum að hlúa að tónlist Borgarstjóri, þáverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnaði þingsályktunartillögu um heildarstefnu í málefnum tónlistar í ávarpi á uppskeruhátíð tónlistarskóla í Hörpu í mars 2023 og undirstrikaði mikilvægi þess að svona stefna sé sett svo allir hlutaðeigandi geti þróast í sömu átt. Að hér væri stigið „stórt skref fyrir okkur sem unnum tónlist“ og það væri hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga að hlúa að tónlist rétt eins og öllu öðru sem er mikilvægt fyrir samfélagið. Orðum fylgi aðgerðir Tónlistarskólarnir hafa um langt skeið verið í stjórnsýslulegu tómarúmi og búið við erfið rekstrarskilyrði, fjárhagslegt óöryggi og skort á fyrirsjáanleika og samfellu. Eins og borgin hefur sjálf dregið fram í skýrslum þá er erfitt fyrir tónlistarskólana að vaxa og dafna í þessu umhverfi og þessi starfsskilyrði hafa veikt innra starf skólanna og möguleika til þróunar. Við hvetjum borgarstjóra til að láta hér aðgerðir fylgja orðum og hlúa að tónlist með því að skapa tónlistarskólunum starfsskilyrði sem styðja möguleika þeirra til að rækta víðtækt hlutverk sitt sem inngildandi afl í samfélaginu þar sem horft er til þeirra fjölþættu tækifæra tónlistar og tónlistarmenntunar til að takast á við þær stóru siðferðilegu og félagslegu áskoranir sem við blasa. Börn og ungmenni þurfa tónlist Á tímum þar sem áskoranir í brennidepli snúa að líðan og velferð barna og ungmenna, þar sem fræðingar tala um bresti í samfélagsgerðinni þar sem skorti á mennskuna, þá skyldum við sem samfélag horfa til þess að styrkja þær stofnanir sem hafa til að bera okkar öflugustu tæki þegar kemur að því að rækta mennskuna, – en ekki veikja þær eins og ítrekaður niðurskurður gerir. Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands skora á borgaryfirvöld að snúa af leið niðurskurðar og lýsa sig jafnframt reiðubúin til samtals og samvinnu um eflingu tónlistarmenntunar. Mikilvægt er að vinna áfram ötullega að því að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri barna og ungmenna að tónlistarnámi, með inntak allra framangreindra stefnuskjala að leiðarljósi. Að styðja tónlistarmenntun er að styðja velferð barna og ungmenna, þau þurfa tónlist – og samfélagið þarf hana líka. Ályktun Svæðisþings FT og STS Höfundur er formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri! Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) mótmælir harðlega um sjö prósenta niðurskurði Reykjavíkurborgar á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna. FT telur þessi áform með öllu óásættanleg og að það sé ekki verjandi að enn eigi að skerða aðgengi að tónlistarmenntun í borginni með ítrekuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarskóla. Þá eykur það enn á alvarleika málsins að samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar frá árinu 2020 virðist stór hluti árganga í grunnskólum borgarinnar ekki njóta lögbundinnar tónmenntakennslu. Tónlist er ekki aukaatriði – hún er nauðsyn FT áréttar að tónlist er ekki aukaatriði þegar kemur að menntun. Þvert á móti er tónlistarmenntun grundvallarþáttur í heildstæðri og merkingarbærri menntun þar sem horft er til gæða, jöfnuðar og tilgangs menntunar, eins og kemur skýrt fram í Ramma UNESCO fyrir menningar- og listmenntun frá árinu 2024. Kjarninn í stefnuskjali UNESCO hverfist um að listir og menning séu óaðskiljanlegur hluti af menntun og þroska bæði einstaklinga og samfélaga. Lögð er áhersla á að menntakerfi þurfi að setja menningar- og listmenntun í forgrunn; án hennar sé ekki hægt að tala um gæðamenntun, og að viðurkenna þurfi hið innbyggða samfélagslega gildi lista, menningar og skapandi greina og þýðingarmikið framlag þeirra til framþróunar samfélaga. Innleiðing Rammans tilefni til endurskoðunar Innleiðing á Ramma UNESCO er meðal aðgerða í nýsamþykktri aðgerðaáætlun með menntastefnu íslenskra stjórnvalda til ársins 2030 og aðilar skólasamfélagsins bera þar sameiginlega ábyrgð á framkvæmdinni. Það væri verðugt fyrsta skref í þeirri vegferð að borgaryfirvöld myndu hverfa frá áformuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna og axla þannig ábyrgð gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist. Með því skrefi væri stefnu borgarinnar sjálfrar jafnframt framfylgt. Markviss fjölgun tónlistarnemenda forgangsáhersla Í stefnu og greinargerð frá 2021 um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til ársins 2030 er markviss fjölgun tónlistarnemenda meðal forgangsáherslna og tiltekið að hlutfall barna og ungmenna sem njóta tónlistarnáms skuli hækka í skrefum á gildistíma stefnunnar. Í stefnunni kemur fram að þar sé „lagður grunnur að stórefldu tónlistarnámi og tónlistarfræðslu í borginni“ og að markmiðið sé „að auka jöfnuð og aðgengi barna og ungmenna að tónlistarnámi samhliða því að tryggja fjölbreytni í tónlistarnámi.“ Með vaxandi þekkingu á jákvæðum og varanlegum áhrifum tónlistarnáms fyrir nemendur, verði það sífellt ljósara hve mikilvægt er að allir fái að kynnast tónlistarnámi af eigin raun og hægt sé að mæta þeim sem það vilja stunda. Hér eru orð að sönnu um gildi tónlistarnáms og mikilvægi þess að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri allra barna og ungmenna að tónlistarnámi. Með hliðsjón af stefnu borgarinnar er fyrirhugaður niðurskurður óskiljanlegur. Fóstra tónlistar þarf að rísa undir nafni Tónlistarborgin Reykjavík byggir á grunni þess gróskumikla og kröftuga tónlistarlífs sem hér hefur byggst upp á undangengnum áratugum. Ímynd og kynningarstarf borgarinnar nýtur þannig góðs af hæfileikum íslensks tónlistarfólks og, eins og segir í skýrslu starfshóps um tónlistarborgina, má leiða að því rök „að ímynd íslenskrar tónlistar sé samofin ímynd Reykjavíkur sem menningarborgar og áhugaverðs áfangastaðar“. Þar kemur einnig fram að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík byggi á „sýn um skapandi og þroskandi umhverfi, þar sem tónlist er órjúfandi þáttur menntunar, tómstunda og þroska barna og ungmenna.“ Lögð er áhersla á „heildræna sýn þar sem grunnurinn er treystur með öflugri og aðgengilegri tónlistarmenntun“. Grundvöllur þess að verkefnið Tónlistarborgin Reykjavík geti staðið undir nafni hvílir eðli málsins samkvæmt á því tónlistarskólakerfi, sem okkur sem samfélagi bar gæfa til að byggja upp um allt land, og það gerir enn ríkari kröfu til höfuðborgarinnar um að standa sína plikt gagnvart tónlistarmenntun í landinu. Borg sem vill vera þekkt sem „fóstra tónlistar“ verður að rísa undir forsendu- og velgengnisþáttum sem hún sjálf hefur skilgreint sem grundvöll Tónlistarborgarinnar, þ.e. að „standa vörð um tónlistarmenntun og tónlistaruppeldi barna í borginni“. Verðum að hlúa að tónlist Borgarstjóri, þáverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnaði þingsályktunartillögu um heildarstefnu í málefnum tónlistar í ávarpi á uppskeruhátíð tónlistarskóla í Hörpu í mars 2023 og undirstrikaði mikilvægi þess að svona stefna sé sett svo allir hlutaðeigandi geti þróast í sömu átt. Að hér væri stigið „stórt skref fyrir okkur sem unnum tónlist“ og það væri hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga að hlúa að tónlist rétt eins og öllu öðru sem er mikilvægt fyrir samfélagið. Orðum fylgi aðgerðir Tónlistarskólarnir hafa um langt skeið verið í stjórnsýslulegu tómarúmi og búið við erfið rekstrarskilyrði, fjárhagslegt óöryggi og skort á fyrirsjáanleika og samfellu. Eins og borgin hefur sjálf dregið fram í skýrslum þá er erfitt fyrir tónlistarskólana að vaxa og dafna í þessu umhverfi og þessi starfsskilyrði hafa veikt innra starf skólanna og möguleika til þróunar. Við hvetjum borgarstjóra til að láta hér aðgerðir fylgja orðum og hlúa að tónlist með því að skapa tónlistarskólunum starfsskilyrði sem styðja möguleika þeirra til að rækta víðtækt hlutverk sitt sem inngildandi afl í samfélaginu þar sem horft er til þeirra fjölþættu tækifæra tónlistar og tónlistarmenntunar til að takast á við þær stóru siðferðilegu og félagslegu áskoranir sem við blasa. Börn og ungmenni þurfa tónlist Á tímum þar sem áskoranir í brennidepli snúa að líðan og velferð barna og ungmenna, þar sem fræðingar tala um bresti í samfélagsgerðinni þar sem skorti á mennskuna, þá skyldum við sem samfélag horfa til þess að styrkja þær stofnanir sem hafa til að bera okkar öflugustu tæki þegar kemur að því að rækta mennskuna, – en ekki veikja þær eins og ítrekaður niðurskurður gerir. Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Kennarasamband Íslands skora á borgaryfirvöld að snúa af leið niðurskurðar og lýsa sig jafnframt reiðubúin til samtals og samvinnu um eflingu tónlistarmenntunar. Mikilvægt er að vinna áfram ötullega að því að tryggja aðgengi og jöfn tækifæri barna og ungmenna að tónlistarnámi, með inntak allra framangreindra stefnuskjala að leiðarljósi. Að styðja tónlistarmenntun er að styðja velferð barna og ungmenna, þau þurfa tónlist – og samfélagið þarf hana líka. Ályktun Svæðisþings FT og STS Höfundur er formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun