Innlent

Lýsa eftir Karli Helga­syni

Eiður Þór Árnason skrifar
Maðurinn hefur verið fundinn.
Maðurinn hefur verið fundinn. vísir/vilhelm

Hinn 78 ára gamli Karl Helgason sem lögregla lýsti eftir í kvöld er fundinn heill á húfi. Hann er búsettur í Kópavogi og hefur til umráða ljósgráa Suzuki-bifreið með skráningarnúmerinu JTD56.

Karl er grannvaxinn, gráhærður og 165 sentímetrar á hæð og var sagður klæddur í svarta Icewear-úlpu, svartar buxur og svarta skó. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Hann hafi glímt við veikindi og átt það til að villast í akstri. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því skömmu eftir klukkan 23 að Karl væri fundinn heill á húfi. 

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að maðurinn fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×