Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 16:02 Inga Sæland svaraði fyrirspurnum Snorra Mássonar um afstöðu sína til ESB og bókunar 35. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Snorri Másson þingmaður Miðflokksins bar upp fyrirspurn til ráðherrans um afstöðu Flokks fólksins til ESB aðildar Íslands, hvort flokkurinn muni beita sér fyrir aðild eða gegn henni. Þá rifjaði hann upp ummæli Ingu um bókun 35 í upphafi árs 2024, þegar hún sagði í pontu Alþingis að með málinu væru stjórnvöld að leggjast kylliflöt og leyfa Brussel að valta yfir okkur. Afstaða Flokks fólksins óbreytt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru staddar erlendis. Inga Sæland því starfandi forsætisráðherra. Snorri vék í ræðu sinni að því að Viðreisn hefði fengið Guy Verhofstadt sem sérlegan gest á landsþing sitt um helgina. Hann hefði þar sagt að íslenskir stjórnmálamenn yrðu að verja Evrópuhugsjónina í heild sinni. „Ég hef staðið í þeirri trú að hæstvirtur starfandi forsætisráðherra standi ekki að baki þessari hugsjón, ég hefði áhuga á að fá það fram frá félagsmálaráðherra hvað henni þyki um þetta, hvort hún taki fyrir það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði hér 2026 og hvernig hyggst hún beita sér í málinu, gegn eða með?“ Inga svaraði því að það liggi algjörlega fyrir að Flokkur fólksins hafi aldrei verið á þeirri línu að Ísland eigi að ganga í ESB. Það yrði sett í hendurnar á þjóðinni hvort viðræður haldi áfram, eigi síðar en 2027. „Ég er alveg skýr að það skiptir öllu máli að við séum í góðu sambandi við Evrópu og okkar næstu nágranna. ESB skiptir okkur miklu máli, sérstaklega samningurinn við EES sem er hliðið okkar inná innri markaðinn og Evrópu. Það skal líka sagt að hér hefur hagvöxtur verið hvað mestur og stöðugri og meiri en í löndunum í kringum okkur og í löndum ESB þannig við eigum svo sannarlega ekkert um sárt að binda með því að vera við sjálf. Hinsvegar er spurningin um gjaldmiðilinn okkar og þá finnst mér spennandi að tjá það að við erum að skoða kosti og galla krónunnar.“ Gjörsamlega búin að skipta um skoðun Þá mætti Snorri aftur í pontu og sagði það hljóma vel að ríkisstjórnin vilji leyfa þjóðinni að eiga orðið, þó mörg önnur mál yrðu eflaust áhugaverðari og nefndi hann þar mál flóttafólks, stríðið í Úkraínu og útvarpsgjaldið. Þá rifjaði hann upp orð Ingu um bókun 35 og spurði hvort hún væri samþykk því að bókunin fari óbreytt í gegnum þingið eða hvort hún væri sama sinnis og í upphafi árs 2024. „Ég er gjörsamlega algjörlega búin að skipta um skoðun hvað varðar bókun 35 enda var ég þar í villu og svima og hafði ekki hugmynd að bæði neytendasamtök og VR væru í málaferli í rauninni gegn íslenskum bönkum sem eru í rauninni að fara eins og eldur um akur um samfélagið og alla þá sem stunda krónu,“ svaraði Inga. Hún sagði það hvergi þekkjast á byggðu bóli nema á Íslandi að hægt væri að greiða 400 þúsund krónur í húsnæðislán og þar af færu 395 þúsund í vexti. „Og nú skilst mér að það sé búið að taka til hliðar milljarða af þessum bönkum sem bíða í skelfingu og milli vonar og ótta hvernig Hæstiréttur muni dæma í þessum málum hvernig bankarnir hafa verið að fara með sína lántakendur. Ef við verðum búin að innleiða bókun 35 sem í rauninni átti allan tímann að vera en var ranglega innleidd, ef við erum búin að innleiða hana þá eru allar líkur á því að Hæstiréttur geti dæmt neytendum í vil og bankarnir veri að snara út öllum milljörðunum sínum, ef ekki þá því miður, þannig já háttvirti þingmaður ég sannarlega skipti um skoðun og kallað til allskonar sérfræðinga sem hafa fengið mig til að sjá ljósið.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Evrópusambandið Miðflokkurinn Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Snorri Másson þingmaður Miðflokksins bar upp fyrirspurn til ráðherrans um afstöðu Flokks fólksins til ESB aðildar Íslands, hvort flokkurinn muni beita sér fyrir aðild eða gegn henni. Þá rifjaði hann upp ummæli Ingu um bókun 35 í upphafi árs 2024, þegar hún sagði í pontu Alþingis að með málinu væru stjórnvöld að leggjast kylliflöt og leyfa Brussel að valta yfir okkur. Afstaða Flokks fólksins óbreytt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru staddar erlendis. Inga Sæland því starfandi forsætisráðherra. Snorri vék í ræðu sinni að því að Viðreisn hefði fengið Guy Verhofstadt sem sérlegan gest á landsþing sitt um helgina. Hann hefði þar sagt að íslenskir stjórnmálamenn yrðu að verja Evrópuhugsjónina í heild sinni. „Ég hef staðið í þeirri trú að hæstvirtur starfandi forsætisráðherra standi ekki að baki þessari hugsjón, ég hefði áhuga á að fá það fram frá félagsmálaráðherra hvað henni þyki um þetta, hvort hún taki fyrir það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði hér 2026 og hvernig hyggst hún beita sér í málinu, gegn eða með?“ Inga svaraði því að það liggi algjörlega fyrir að Flokkur fólksins hafi aldrei verið á þeirri línu að Ísland eigi að ganga í ESB. Það yrði sett í hendurnar á þjóðinni hvort viðræður haldi áfram, eigi síðar en 2027. „Ég er alveg skýr að það skiptir öllu máli að við séum í góðu sambandi við Evrópu og okkar næstu nágranna. ESB skiptir okkur miklu máli, sérstaklega samningurinn við EES sem er hliðið okkar inná innri markaðinn og Evrópu. Það skal líka sagt að hér hefur hagvöxtur verið hvað mestur og stöðugri og meiri en í löndunum í kringum okkur og í löndum ESB þannig við eigum svo sannarlega ekkert um sárt að binda með því að vera við sjálf. Hinsvegar er spurningin um gjaldmiðilinn okkar og þá finnst mér spennandi að tjá það að við erum að skoða kosti og galla krónunnar.“ Gjörsamlega búin að skipta um skoðun Þá mætti Snorri aftur í pontu og sagði það hljóma vel að ríkisstjórnin vilji leyfa þjóðinni að eiga orðið, þó mörg önnur mál yrðu eflaust áhugaverðari og nefndi hann þar mál flóttafólks, stríðið í Úkraínu og útvarpsgjaldið. Þá rifjaði hann upp orð Ingu um bókun 35 og spurði hvort hún væri samþykk því að bókunin fari óbreytt í gegnum þingið eða hvort hún væri sama sinnis og í upphafi árs 2024. „Ég er gjörsamlega algjörlega búin að skipta um skoðun hvað varðar bókun 35 enda var ég þar í villu og svima og hafði ekki hugmynd að bæði neytendasamtök og VR væru í málaferli í rauninni gegn íslenskum bönkum sem eru í rauninni að fara eins og eldur um akur um samfélagið og alla þá sem stunda krónu,“ svaraði Inga. Hún sagði það hvergi þekkjast á byggðu bóli nema á Íslandi að hægt væri að greiða 400 þúsund krónur í húsnæðislán og þar af færu 395 þúsund í vexti. „Og nú skilst mér að það sé búið að taka til hliðar milljarða af þessum bönkum sem bíða í skelfingu og milli vonar og ótta hvernig Hæstiréttur muni dæma í þessum málum hvernig bankarnir hafa verið að fara með sína lántakendur. Ef við verðum búin að innleiða bókun 35 sem í rauninni átti allan tímann að vera en var ranglega innleidd, ef við erum búin að innleiða hana þá eru allar líkur á því að Hæstiréttur geti dæmt neytendum í vil og bankarnir veri að snara út öllum milljörðunum sínum, ef ekki þá því miður, þannig já háttvirti þingmaður ég sannarlega skipti um skoðun og kallað til allskonar sérfræðinga sem hafa fengið mig til að sjá ljósið.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Evrópusambandið Miðflokkurinn Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira