„Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. september 2025 17:41 Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur Víkurfréttir Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt. „Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
„Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira