Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 20. september 2025 12:33 Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun