Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 20:47 Arndís Anna og Hermann Nökkvi ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, ræddu nýjustu vendingar vestanhafs eftir að vinsæll spjallþáttur var tekinn af dagskrá vegna ummæla þulsins um morðið á Charlie Kirk. Jimmy Kimmel Live!, vinsæll spjallþáttur undir stjórn Jimmy Kimmel, var tekinn af dagskrá í gær eftir ummæli hans á mánudagskvöld um morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var mikill stuðningsmaður Trump. Kirk var skotinn til bana á fjölmennum fundi í háskóla í Bandaríkjunum. „MAGA [Make America Great Again] gengið reynir af öllum mætti að einkenna þennan krakka sem myrti Charlie Kirk sem eitthvað annað en einn af þeim og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna sér inn pólitísk stig,“ sagði Kimmel í þættinum sínum síðasta mánudagskvöld. Arndís Anna segir að um alvarlegri hlut en einfalda ritskoðun og takmarkanir á tjáningarfrelsi sé að ræða. „Það sem er að gerast þar er að ríkjandi forseti er að grafa undan einhverju sem við göngum út frá sem gefnu, sem er lýðræðið og réttarríkið. Ég held að það sé að einhverju leyti verið að dreifa athygli okkar með því að ræða þetta innan ramma sem er einhvern veginn ekki lengur í gildi þarna,“ segir hún. „Tjáningarfrelsi er lögfræðilega skilgreint hugtak og er hluti af þeim mannréttindum sem við byggjum okkar lýðræði og réttarkerfi á. Það sem gerist þarna, það er verið að búa til andrúmsloft þar sem réttindi eru lögð að jöfnu við einhvers konar skoðanir. Það er verið að vega þarna saman morð á stjórnmálamanni fyrir skoðanir hans og síðan hans tjáningarfrelsi. Í rauninni eru þetta sitt hvor hluturinn.“ Hermann Nökkvi segir það varhugavert ef einstaklingar ætli að nýta sér morðið á Charlie Kirk til að hefna sín á pólitískum andstæðingum. „Við erum búin að fara í gegnum nokkur ár þar sem menn hafa kallað vók og öfga-vinstrið hafa reynt að slaufa helling af fólki og þetta eru menn sem hafa talað hvað mest gegn því. Núna eru þeir einmitt því miður að nýta þetta morð,“ segir Hermann Nökkvi. „Við búum í samfélagi þar sem fólk er frjálst að segja sína skoðun og það er ansi varhugavert ef við ætlum alltaf að slaufa fólki fyrir þetta. Við erum oft að takast á um erfið mál og eina leiðin til þess að fara í gegnum þessa tíma er að leyfa fólki að segja sína skoðun án þess að vera alltaf að slaufa þeim.“ Hann segir að síðustu ár, þar sem fólki hafi verið slaufað í sífellu hafi ekki verið góð, og telur að Íslendingar séu sammála því. „Ég held að við gleymum því oft að í allri umræðunni, sérstaklega þegar við erum að reyna afmennska og skrímslavæða pólitíska andstæðinga, að á endanum er fólkið sem tekur þátt í pólitík að gera þetta því það vill gera samfélögin betri,“ segir hann. Fólk þurfi að geta tjáð sig án þess að fá morðhótanir Arndís Anna segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem þessir atburðir kunna að hafa á íslenskt samfélag. „Sérstaklega þegar umræðan verður svona gruggug. Þetta hefur ekkert með hægrið eða vinstrið að gera, það sem er að gerast er að það er verið að vega að grunnstoðum réttarríkisins og lýðræðisins. Ef að við getum verið sammála um að það sé eitthvað sem við viljum, við viljum hafa lýðræði og réttarríki, þá erum við komin langt með umræðuna,“ segir hún. Hermann segist hafa áhyggjur af aukinni afmennskun ráðamanna í pólitískri umræðu og vísar þar í umdeilt Kastljós-viðtal Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78, þar sem þau ræddu bakslag í réttindum hinsegin fólks. „Við sáum það nýlega þegar þingmaður Miðflokksins fór í viðtal. Fólk getur haft skoðun á því hvað hann sagði, hvort hann hafi verið dónalegur en það gengur auðvitað ekki að sjá á samfélagsmiðlum eftir á, og eftir morðið á Kirk, að fólk sé að hóta að drepa hann. Það gengur ekki að við búum í samfélagi þar sem fólk getur ekki tjáð sig, sagt sína skoðun, án þess að þurfa á lögregluvernd að halda,“ segir Hermann. „Ég held að ef við ættum að draga eitthvað frá Bandaríkjunum þá er það það að við ættum aldrei að fara á þann stað að við getum ekki rætt við nágranna okkar því að við erum pólitískt ósammála. Þegar þú ert með þannig umræðuhegðun í samfélaginu gerast slæmir hlutir.“ Tjáningarfrelsi Morðið á Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Jimmy Kimmel Live!, vinsæll spjallþáttur undir stjórn Jimmy Kimmel, var tekinn af dagskrá í gær eftir ummæli hans á mánudagskvöld um morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var mikill stuðningsmaður Trump. Kirk var skotinn til bana á fjölmennum fundi í háskóla í Bandaríkjunum. „MAGA [Make America Great Again] gengið reynir af öllum mætti að einkenna þennan krakka sem myrti Charlie Kirk sem eitthvað annað en einn af þeim og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna sér inn pólitísk stig,“ sagði Kimmel í þættinum sínum síðasta mánudagskvöld. Arndís Anna segir að um alvarlegri hlut en einfalda ritskoðun og takmarkanir á tjáningarfrelsi sé að ræða. „Það sem er að gerast þar er að ríkjandi forseti er að grafa undan einhverju sem við göngum út frá sem gefnu, sem er lýðræðið og réttarríkið. Ég held að það sé að einhverju leyti verið að dreifa athygli okkar með því að ræða þetta innan ramma sem er einhvern veginn ekki lengur í gildi þarna,“ segir hún. „Tjáningarfrelsi er lögfræðilega skilgreint hugtak og er hluti af þeim mannréttindum sem við byggjum okkar lýðræði og réttarkerfi á. Það sem gerist þarna, það er verið að búa til andrúmsloft þar sem réttindi eru lögð að jöfnu við einhvers konar skoðanir. Það er verið að vega þarna saman morð á stjórnmálamanni fyrir skoðanir hans og síðan hans tjáningarfrelsi. Í rauninni eru þetta sitt hvor hluturinn.“ Hermann Nökkvi segir það varhugavert ef einstaklingar ætli að nýta sér morðið á Charlie Kirk til að hefna sín á pólitískum andstæðingum. „Við erum búin að fara í gegnum nokkur ár þar sem menn hafa kallað vók og öfga-vinstrið hafa reynt að slaufa helling af fólki og þetta eru menn sem hafa talað hvað mest gegn því. Núna eru þeir einmitt því miður að nýta þetta morð,“ segir Hermann Nökkvi. „Við búum í samfélagi þar sem fólk er frjálst að segja sína skoðun og það er ansi varhugavert ef við ætlum alltaf að slaufa fólki fyrir þetta. Við erum oft að takast á um erfið mál og eina leiðin til þess að fara í gegnum þessa tíma er að leyfa fólki að segja sína skoðun án þess að vera alltaf að slaufa þeim.“ Hann segir að síðustu ár, þar sem fólki hafi verið slaufað í sífellu hafi ekki verið góð, og telur að Íslendingar séu sammála því. „Ég held að við gleymum því oft að í allri umræðunni, sérstaklega þegar við erum að reyna afmennska og skrímslavæða pólitíska andstæðinga, að á endanum er fólkið sem tekur þátt í pólitík að gera þetta því það vill gera samfélögin betri,“ segir hann. Fólk þurfi að geta tjáð sig án þess að fá morðhótanir Arndís Anna segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem þessir atburðir kunna að hafa á íslenskt samfélag. „Sérstaklega þegar umræðan verður svona gruggug. Þetta hefur ekkert með hægrið eða vinstrið að gera, það sem er að gerast er að það er verið að vega að grunnstoðum réttarríkisins og lýðræðisins. Ef að við getum verið sammála um að það sé eitthvað sem við viljum, við viljum hafa lýðræði og réttarríki, þá erum við komin langt með umræðuna,“ segir hún. Hermann segist hafa áhyggjur af aukinni afmennskun ráðamanna í pólitískri umræðu og vísar þar í umdeilt Kastljós-viðtal Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78, þar sem þau ræddu bakslag í réttindum hinsegin fólks. „Við sáum það nýlega þegar þingmaður Miðflokksins fór í viðtal. Fólk getur haft skoðun á því hvað hann sagði, hvort hann hafi verið dónalegur en það gengur auðvitað ekki að sjá á samfélagsmiðlum eftir á, og eftir morðið á Kirk, að fólk sé að hóta að drepa hann. Það gengur ekki að við búum í samfélagi þar sem fólk getur ekki tjáð sig, sagt sína skoðun, án þess að þurfa á lögregluvernd að halda,“ segir Hermann. „Ég held að ef við ættum að draga eitthvað frá Bandaríkjunum þá er það það að við ættum aldrei að fara á þann stað að við getum ekki rætt við nágranna okkar því að við erum pólitískt ósammála. Þegar þú ert með þannig umræðuhegðun í samfélaginu gerast slæmir hlutir.“
Tjáningarfrelsi Morðið á Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira