Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 18:36 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira