Íslenski boltinn

Ágúst hættir hjá Leikni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ágúst Gylfason er hættur í Breiðholti.
Ágúst Gylfason er hættur í Breiðholti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ágúst Þór Gylfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis Reykjavík. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og hélt því uppi í Lengjudeildinni.

Ágúst tók við Leikni af Ólafi Hrannari Kristjánssyni í byrjun júní en Leiknir hafði þá farið illa af stað í deildinni og sat á botni deildarinnar.

Ágústi tókst það markmið sitt að halda liðinu í deildinni en Leiknir vann fallið lið Fjölnis í lokaumferð deildarinnar til að tryggja endanlega veru sína áfram í B-deild.

„Ágústi er þakkað fyrir mjög góð störf. Hann tók við Leikni á miðju tímabili og náði því markmiði að halda liðinu uppi í Lengjudeildinni. Leit að þjálfara félagsins fyrir Lengjudeildina 2026 er hafin,“ segir í tilkynningu frá Leikni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×