Herinn skakkar leikinn í Katmandú Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 10:40 Stjórnarbyggingar loguðu í Katmandú í gær. Mótmælendur lögðu eld að þeim eftir að lögreglumenn skutu fjölda fólks til bana og særðu tugi á mánudag. AP/Prakash Timalsina Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn. Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn.
Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira