Herinn skakkar leikinn í Katmandú Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 10:40 Stjórnarbyggingar loguðu í Katmandú í gær. Mótmælendur lögðu eld að þeim eftir að lögreglumenn skutu fjölda fólks til bana og særðu tugi á mánudag. AP/Prakash Timalsina Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn. Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn.
Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira