Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 16:04 Í forgrunni er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, sem ef yfir málaflokki þeim sem brennur á mótmælendunum fyrir aftan hana. Vísir/Anton Brink Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins. Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins.
Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira