Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir skrifa 9. september 2025 11:30 Ný aðgerðaáætlun í menntamálum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er metnaðarfullt skjal og vel upp sett. Fyrir árslok 2027 á að hrinda í framkvæmd samtals 21 aðgerð í 111 liðum eða einum slíkum aðgerðalið á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Skjalið er skrifað í samræmi við þingsályktun frá 2021. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi, og Gæði í forgrunni. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi; Gæði í forgrunni. Undir hverri stoð eru fjórar aðgerðir sem síðan er skipt í í tvo til ellefu liði. Þrátt fyrir snotra uppsetningu og góðan frágang olli aðgerðaáætlunin vonbrigðum vegna þess að öllu því sem á að gera er annaðhvort ekkert forgangsraðað eða sú röðun er ósýnileg. Byggt á ólíkum sjónarmiðum Okkur sýnist að áætlunin sé mótuð af tvenns konar áherslum sem takast á: Annars vegar að styrkja PISA-greinarnar, það er læsi, stærðfræði og náttúruvísindi, og hins vegar að stuðla að vellíðan barna, inngildingu og jöfnuði. PISA-áherslan tengist mælingum, gæðum, fagmennsku og framtíðarhæfni með áherslu á mælanlegar stærðir. Vellíðunaráherslan hverfist um jöfnuð, rödd barna og inngildingu. Þetta tvennt hvorki þarf né má vera ósamrýmanlegt. Hvað væri réttast að gera? Samhliða rýni okkar á áætlunina höfum við velt vöngum yfir því hvað væri réttast að gera. Með hliðsjón af bæði niðurstöðum PISA og niðurstöðum rannsókninnar QUINT (Quality in Nordic Teaching) sem sagt er frá í bókinni Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2024), væri best að setja stuðning við kennara í algeran forgang. Ein aðgerð, „4.2 Öflugir kennarar í skólum landsins“, bregður þó ljósi á hvað ráðuneytið telur þurfa að gera til að auka gæði kennslu. Enginn liðanna sex í aðgerðinni tekur mjög nákvæmlega á málinu en þrír eru þýðingarmestir: Aðgerðaliðurinn „Efla starfsþróun kennara á lykilsviðum náms og kennslu“ (4.2.3) er mikilvægur en vekur spurninguna um hver þessi lykilsvið séu. Aðgerðaliðurinn „Vinna í samstarfi við háskólasamfélagið, rekstraraðila skóla og hagsmunaaðila að hagnýtingu menntarannsókna til að þróa og efla gæði kennsluhátta“ (4.2.1) er þýðingarmikill sem stoðaðgerð. Aðgerðaliðurinn „Þróa og innleiða árangursríkar starfs- og kennsluaðferðir sem stuðla að inngildandi skólastarfi með virkri ráðgjöf og þjónustu á landsvísu“ (4.2.6) er einnig brýnt verkefni. Við óttumst nokkuð að aðgerðirnar til að styðja kennsluna og kennarana kikni undan fargi rúmlega 100 annarra aðgerðaliða. Því er ástæða til að óttast að námsárangur, hvorki sá sem er mældur á PISA, né annar árangur muni verða betri fyrir tilstuðlan þessarar áætlunar. Hvað fólst í PISA og QUINT? Í PISA er áhersla á læsi, stærðfræði og náttúruvísindi. Í PISA 2022 mældist hæfni íslenskra grunnskólabarna lakari en meðaltal OECD í stærðfræði, læsi og náttúrufræði (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2025a, bls. 10). Árangur íslenskra 15 ára nemenda hefur mælst lakari með árunum, eins og þekkt er. QUINT-rannsóknin fólst meðal annars í því að greina myndupptökur úr kennslustofum í tíu 8. bekkjardeildum árið 2019 í jafnmörgum skólum út frá sérstökum matsramma um gæði kennslu sem nefnist PLATO. Þessu er nánar lýst í bókinni Gæði kennslu – námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2025). Meðal annars leiddi QUINT-rannsóknin í ljós að hátt hlutfall myndskeiða reyndist vera á lægri enda kvarðans um gæðaviðmið hvað varðar kennslufræðilega þætti, það er faglegar kröfur, stigskiptan stuðning og framsetningu og notkun námsefnis. Rannsakendurnir álykta að skýr tækifæri felist í því að auka vitsmunalega áskorun til nemenda, þvert á námsgreinarnar þrjár sem voru skoðaðar (Jóhann Örn Sigurjónsson o.fl., 2025). Lokaorð Við höfum ekki trú á öðru en unnið verði af heilindum að sérhverri aðgerð í áætluninni því að aðrir liðir eru ekki óþarfir – nema þau 20% aðgerðaliða sem eru sjálfsagðir hlutir í skólastarfi, án þess að lýsa inntaki þeirra sem sérstökum aðgerðum. Við áréttum að stuðningur við kennara verði settur í forgang og aðrar aðgerðir ekki látnar þvælast fyrir þeirri vinnu. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hermína Gunnþórsdóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. (Þessi grein er byggð að hluta á lengri grein sem birtist í tímaritinu Skólaþráðum.) Heimildir sem vísað er til Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar). (2025). Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur. Háskólaútgáfan. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Jóhann Örn Sigurjónsson, Berglind Gísladóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir. (2025). Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 33–59). Háskólaútgáfan. Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025a). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ný aðgerðaáætlun í menntamálum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er metnaðarfullt skjal og vel upp sett. Fyrir árslok 2027 á að hrinda í framkvæmd samtals 21 aðgerð í 111 liðum eða einum slíkum aðgerðalið á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Skjalið er skrifað í samræmi við þingsályktun frá 2021. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi, og Gæði í forgrunni. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi; Gæði í forgrunni. Undir hverri stoð eru fjórar aðgerðir sem síðan er skipt í í tvo til ellefu liði. Þrátt fyrir snotra uppsetningu og góðan frágang olli aðgerðaáætlunin vonbrigðum vegna þess að öllu því sem á að gera er annaðhvort ekkert forgangsraðað eða sú röðun er ósýnileg. Byggt á ólíkum sjónarmiðum Okkur sýnist að áætlunin sé mótuð af tvenns konar áherslum sem takast á: Annars vegar að styrkja PISA-greinarnar, það er læsi, stærðfræði og náttúruvísindi, og hins vegar að stuðla að vellíðan barna, inngildingu og jöfnuði. PISA-áherslan tengist mælingum, gæðum, fagmennsku og framtíðarhæfni með áherslu á mælanlegar stærðir. Vellíðunaráherslan hverfist um jöfnuð, rödd barna og inngildingu. Þetta tvennt hvorki þarf né má vera ósamrýmanlegt. Hvað væri réttast að gera? Samhliða rýni okkar á áætlunina höfum við velt vöngum yfir því hvað væri réttast að gera. Með hliðsjón af bæði niðurstöðum PISA og niðurstöðum rannsókninnar QUINT (Quality in Nordic Teaching) sem sagt er frá í bókinni Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2024), væri best að setja stuðning við kennara í algeran forgang. Ein aðgerð, „4.2 Öflugir kennarar í skólum landsins“, bregður þó ljósi á hvað ráðuneytið telur þurfa að gera til að auka gæði kennslu. Enginn liðanna sex í aðgerðinni tekur mjög nákvæmlega á málinu en þrír eru þýðingarmestir: Aðgerðaliðurinn „Efla starfsþróun kennara á lykilsviðum náms og kennslu“ (4.2.3) er mikilvægur en vekur spurninguna um hver þessi lykilsvið séu. Aðgerðaliðurinn „Vinna í samstarfi við háskólasamfélagið, rekstraraðila skóla og hagsmunaaðila að hagnýtingu menntarannsókna til að þróa og efla gæði kennsluhátta“ (4.2.1) er þýðingarmikill sem stoðaðgerð. Aðgerðaliðurinn „Þróa og innleiða árangursríkar starfs- og kennsluaðferðir sem stuðla að inngildandi skólastarfi með virkri ráðgjöf og þjónustu á landsvísu“ (4.2.6) er einnig brýnt verkefni. Við óttumst nokkuð að aðgerðirnar til að styðja kennsluna og kennarana kikni undan fargi rúmlega 100 annarra aðgerðaliða. Því er ástæða til að óttast að námsárangur, hvorki sá sem er mældur á PISA, né annar árangur muni verða betri fyrir tilstuðlan þessarar áætlunar. Hvað fólst í PISA og QUINT? Í PISA er áhersla á læsi, stærðfræði og náttúruvísindi. Í PISA 2022 mældist hæfni íslenskra grunnskólabarna lakari en meðaltal OECD í stærðfræði, læsi og náttúrufræði (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2025a, bls. 10). Árangur íslenskra 15 ára nemenda hefur mælst lakari með árunum, eins og þekkt er. QUINT-rannsóknin fólst meðal annars í því að greina myndupptökur úr kennslustofum í tíu 8. bekkjardeildum árið 2019 í jafnmörgum skólum út frá sérstökum matsramma um gæði kennslu sem nefnist PLATO. Þessu er nánar lýst í bókinni Gæði kennslu – námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2025). Meðal annars leiddi QUINT-rannsóknin í ljós að hátt hlutfall myndskeiða reyndist vera á lægri enda kvarðans um gæðaviðmið hvað varðar kennslufræðilega þætti, það er faglegar kröfur, stigskiptan stuðning og framsetningu og notkun námsefnis. Rannsakendurnir álykta að skýr tækifæri felist í því að auka vitsmunalega áskorun til nemenda, þvert á námsgreinarnar þrjár sem voru skoðaðar (Jóhann Örn Sigurjónsson o.fl., 2025). Lokaorð Við höfum ekki trú á öðru en unnið verði af heilindum að sérhverri aðgerð í áætluninni því að aðrir liðir eru ekki óþarfir – nema þau 20% aðgerðaliða sem eru sjálfsagðir hlutir í skólastarfi, án þess að lýsa inntaki þeirra sem sérstökum aðgerðum. Við áréttum að stuðningur við kennara verði settur í forgang og aðrar aðgerðir ekki látnar þvælast fyrir þeirri vinnu. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hermína Gunnþórsdóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. (Þessi grein er byggð að hluta á lengri grein sem birtist í tímaritinu Skólaþráðum.) Heimildir sem vísað er til Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar). (2025). Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur. Háskólaútgáfan. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Jóhann Örn Sigurjónsson, Berglind Gísladóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir. (2025). Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 33–59). Háskólaútgáfan. Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025a). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar