Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2025 22:24 Inga Dóra Guðmundsdóttir er fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk. Egill Aðalsteinsson Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga. Í fréttum Sýnar var höfuðstaðurinn Nuuk heimsóttur. Styttan af dansk-norska prestinum Hans Egede gnæfir yfir elsta hluta bæjarins við Nýlenduhöfn. Að mati sumra Grænlendinga er styttan tákn kúgunar og særinda. Þar hittum við stjórnmálamanninn fyrrverandi Ingu Dóru Guðmundsdóttur, sem á íslenskan föður og grænlenska móður. Hún segir sögu lykkjumálsins hafa tekið verulega á grænlensku þjóðina. Inga Dóra ræðir við fréttamann Sýnar í Nýlenduhöfn í Nuuk. Hús Hans Egede til hægri er elsta hús bæjarins, byggt árið 1728.Egill Aðalsteinsson „Hún hefur snert hana algerlega inn í hjarta hjá öllum sem skilja hversu rosalega stórt þetta mál er. Það er eiginlega áfallasaga,“ segir Inga Dóra, sem lét af beinni stjórnmálaþátttöku fyrir tveimur árum þegar hún tók við stjórnunarstöðu í viðskiptalífinu. Hún var í forystu Siumut-flokksins fyrir þremur árum þegar upplýst var að dönsk stjórnvöld höfðu fyrirskipað á sjöunda áratug síðustu aldar að lykkjunni yrði komið fyrir í 4.500 stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum stúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra.Egill Aðalsteinsson „Það kemur náttúrlega sem algert áfall. En svo tekur við reiðin. En þessar konur, sem verið er að fjalla um, eru konur sem eru enn á lífi og margar af þeim haft miklar afleiðingar, andlega sem líkamlega, hafa ekki getað fengið börn,“ segir Inga Dóra. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, bað grænlensku konurnar afsökunar í síðasta mánuði. Inga Dóra segir Grænlendinga núna bíða eftir því að dönsk stjórnvöld birti rannsóknarskýrslu um málið en henni átti að ljúka fyrir 1. september í ár. „Það vantar þetta uppgjör. Það vantar að fá skýringar á þessu, hvernig þetta fór fram,“ segir Inga Dóra. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Egill Aðalsteinsson Inn í umræðuna blandast nýlegar fréttir af því að börn hafi oftar verið tekin af grænlenskum foreldrum í Danmörku vegna ólíkrar menningar. „Þetta finnst manni vera svo kerfisbundið einhvern veginn á einhvern hátt að þetta staðfestir eiginlega bara það sem við Grænlendingar höfum lengi verið að benda á að það er eitthvað „rotten in the state of Denmark“ eins og maður segir,“ og vitnar í leikrit Shakespeares um danska prinsinn Hamlet. Hún segir danska kerfið þurfa að gera upp það sem kalla megi fordóma. „Í garð Inúíta, okkar Grænlendinga, sem fyrrverandi nýlendu. Og kerfið er ekki búið að gera þetta uppgjör við sjálft sig, að þeir ætli að líta á okkur sem jafningja,“ segir Inga Dóra í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Grænland Danmörk Heilbrigðismál Kvenheilsa Jafnréttismál Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. 27. ágúst 2025 11:37 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Í fréttum Sýnar var höfuðstaðurinn Nuuk heimsóttur. Styttan af dansk-norska prestinum Hans Egede gnæfir yfir elsta hluta bæjarins við Nýlenduhöfn. Að mati sumra Grænlendinga er styttan tákn kúgunar og særinda. Þar hittum við stjórnmálamanninn fyrrverandi Ingu Dóru Guðmundsdóttur, sem á íslenskan föður og grænlenska móður. Hún segir sögu lykkjumálsins hafa tekið verulega á grænlensku þjóðina. Inga Dóra ræðir við fréttamann Sýnar í Nýlenduhöfn í Nuuk. Hús Hans Egede til hægri er elsta hús bæjarins, byggt árið 1728.Egill Aðalsteinsson „Hún hefur snert hana algerlega inn í hjarta hjá öllum sem skilja hversu rosalega stórt þetta mál er. Það er eiginlega áfallasaga,“ segir Inga Dóra, sem lét af beinni stjórnmálaþátttöku fyrir tveimur árum þegar hún tók við stjórnunarstöðu í viðskiptalífinu. Hún var í forystu Siumut-flokksins fyrir þremur árum þegar upplýst var að dönsk stjórnvöld höfðu fyrirskipað á sjöunda áratug síðustu aldar að lykkjunni yrði komið fyrir í 4.500 stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum stúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra.Egill Aðalsteinsson „Það kemur náttúrlega sem algert áfall. En svo tekur við reiðin. En þessar konur, sem verið er að fjalla um, eru konur sem eru enn á lífi og margar af þeim haft miklar afleiðingar, andlega sem líkamlega, hafa ekki getað fengið börn,“ segir Inga Dóra. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, bað grænlensku konurnar afsökunar í síðasta mánuði. Inga Dóra segir Grænlendinga núna bíða eftir því að dönsk stjórnvöld birti rannsóknarskýrslu um málið en henni átti að ljúka fyrir 1. september í ár. „Það vantar þetta uppgjör. Það vantar að fá skýringar á þessu, hvernig þetta fór fram,“ segir Inga Dóra. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Egill Aðalsteinsson Inn í umræðuna blandast nýlegar fréttir af því að börn hafi oftar verið tekin af grænlenskum foreldrum í Danmörku vegna ólíkrar menningar. „Þetta finnst manni vera svo kerfisbundið einhvern veginn á einhvern hátt að þetta staðfestir eiginlega bara það sem við Grænlendingar höfum lengi verið að benda á að það er eitthvað „rotten in the state of Denmark“ eins og maður segir,“ og vitnar í leikrit Shakespeares um danska prinsinn Hamlet. Hún segir danska kerfið þurfa að gera upp það sem kalla megi fordóma. „Í garð Inúíta, okkar Grænlendinga, sem fyrrverandi nýlendu. Og kerfið er ekki búið að gera þetta uppgjör við sjálft sig, að þeir ætli að líta á okkur sem jafningja,“ segir Inga Dóra í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Grænland Danmörk Heilbrigðismál Kvenheilsa Jafnréttismál Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. 27. ágúst 2025 11:37 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. 27. ágúst 2025 11:37
Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00