Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2025 07:01 Helsta von Úkraínu er að Bandaríkin grípi til aðgerða gegn Rússum, til að þvinga þá að samningaborðinu. Getty/NurPhoto/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við ABC í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði fengið nákvæmlega það sem hann vildi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð honum til fundar í Alaska fyrir nokkrum vikum. „Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
„Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira