Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 12:22 Það fór vel á með Macron og Selenskí í París í gær. Getty/Anadolu/Mustafa Yalcin Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað. Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað.
Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira