Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar 4. september 2025 10:31 Undirritaður sat á dögunum kynningu á umhverfismatsskýrslu vegna gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar m.t.t. Borgarlínu sem haldin var af Vegagerðinni, Betri Samgöngum og Reykjavíkurborg. Margt áhugavert kom þar fram og þó ég ætli einkum að ræða ofangreind gatnamót má ég til með að nefna eitt annað: Í skýrslunni er gert ráð fyrir að Borgarlína taki stóran sveig í kringum slaufuna á Miklubraut áður en hún fer upp á fyrirhugaðan stokk í Vogunum. Uppgefin ástæða er að ekki var talið pláss undir brúnni yfir Reykjanesbrautina. Nú efast ég lítið um að verkfræðingarnir sem stóðu að þessu gera það af góðum hug, og ég efast ekki einu sinni um að þessi lausn sé sú besta að gefnum forsendum og kostnaði. En það er einmitt málið, það hverjar forsendurnar eru stýra niðurstöðunni, og eins og sagt er - ef allt sem maður hefur er hamar líta öll vandamál út fyrir að vera naglar. Nei, það liggur í hlutarins eðli að sé hægt að gera pláss fyrir akreinar og afreinar og rampa og slaufur og hvaðeina er hægt að gera pláss fyrir sérakreinar almenningssamgangna. Það er val að gera það ekki. Þessi sveigur er að mínu mati afar lýsandi fyrir nálgun margra aðila sem að skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins koma, jafnvel þeirra sem vinna að Borgarlínu. Hér er verið að festa í sessi ákveðinn undirlægjuhátt almenningssamgangna gagnvart einkabílnum. Það er spurning um viðhorf, og hér er viðhorfið það að jafnvel hágæða almenningssamgöngur skuli víkja fyrir bílnum á stærstu gatnamótum landsins. Hér má sjá hvernig höfundar skýrslunnar sjá fyrir sér að allir samgöngumátar, m.a.s. hágæðaalmenningssamgöngur, skuli víkja fyrir bílum í hinum háheilögu gatnamótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar Sama hugsun blasir við þegar kemur að gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Þar leggja skýrsluhöfundar til að byggja ramp af Reykjanesbraut úr suðurátt til vinstri inn á Bústaðaveg. Til að koma þessu fyrir, ásamt Borgarlínu sem þau sjá fyrir sér austan megin við brautina, vilja þau færa Reykjanesbrautina nokkra metra til vesturs, nær byggðinni í Blesugróf. Aðspurð hvers vegna ekki var mælt með að loka einfaldlega alfarið öllum vinstri beygjum þarna á svæðinu (aðgerð sem væri augljóslega mun ódýrari og myndi stýra umferðinni eftir Miklubraut frekar en eftir Bústaðavegi og í versta falli neyða einstaka aðila til að aka smá spöl að slaufunni til að snúa þar við) var svarið það að þá færi of mikil umferð í Miklubrautarslaufuna. Þessum rökum ber að hafna. Slaufan er einmitt hönnuð fyrir mikla umferð. Hún á að taka við álaginu, ekki Bústaðavegur. Ef það skapar vandamál þá á einfaldlega að leysa þau þar. Slaufan tengist jú Miklubraut þar sem fyrirhugað er að fara í stórtækar aðgerðir til að bæta flæði einkabíla, en talað hefur verið um bæði stokka og jarðgöng á henni vestar. Og hvað myndi það þýða að leysa vandamálið ekki í slaufunni og á Miklubraut þar sem það á heima? Jú, kostnaður yrði alltént töluvert hærri. Ekki aðeins vegna þess að rampurinn sjálfur er stórt mannvirki sem kallar á veruleg fjárútlát, heldur vegna þess að til að koma honum fyrir þarf að færa Reykjanesbrautina enn vestar. Ásýnd myndi snarversna úr öllu nærumhverfi rampsins. Þar má auðvitað nefna Elliðaárdalinn sjálfan, en líka og einkum frá Blesugróf, því rampurinn myndi gnæfa yfir hverfið. Þetta myndi auðvitað hafa áhrif á hljóðvist, sem myndi síst skána. Skýrsluhöfundar tóku að vísu fram að hljóðvistin myndi ekki versna, þó hún væri áfram yfir mörkum þess sem telst heilbrigt. Íbúar við Blesugróf lýstu eðlilega áhyggjum af þessu, því þó veggir sem fyrirhugað er að reisa til að varna hávaða myndu virka sem skyldi þá myndi staðsetning rampsins þarna yfir hverfinu og umferðin á honum líka hafa áhrif. Með öðrum orðum þýðir hann meiri hávaði, miklu meiri sjónræn áhrif og töluvert verri ásýnd. Athygli vekur að skýrsluhöfundar sýna alls kyns ásýndarmyndir en engar af rampinum frá Blesugróf. Við þetta bætist að fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsvirkjunar norðan Sprengisands myndu auka álagið á hringtorgið við Bústaðaveg, og það er því ákveðin hætta á að rampurinn og hringtorgið myndu einfaldlega stíflast á annatíma. Svo við höldum áfram þá yrði Bústaðavegur við þetta óformlegur stofnvegur í stað þess að vera borgargata sem þjónar íbúum sínum. Þetta myndi lækka lífsgæði, gera götuna hættulegri og hvetja umferð utan að komandi til að stytta sér leið í gegnum íbúðahverfi inn í miðborgina (enda er leikurinn beinlínis til þess gerður). Það myndi svo hafa letjandi áhrif á samgöngur innan hverfisins, og jafnvel minnka aðsókn barna norðan Bústaðavegs að sækja tómstundir og íþróttir í Fossvogi. Skýrsluhöfundar bentu að vísu líka á að að yrði vinstri beygjum alfarið lokað myndi umferð aukast um Réttarholtsveg og Sogaveg. Slík umferð yrði þó að mestu bundin við hverfið sjálft, þ.e. íbúar eða annað fólk að sækja þangað skóla og þjónustu og kallar einfaldlega á mótvægisaðgerðir sem hefðu hvort eð er átt að koma til, sér í lagi á Réttarholtsvegi þar sem hann liggur upp við skóla. Rampurinn þjónar hins vegar fyrst og fremst allt öðru, þ.e. gegnumstreymisumferð utan hverfis frá syðri byggðum inn í miðborgina. Hagsmunir þess hóps er að geta ekið sem greiðast inn eftir óháð hagsmunum íbúa í Bústaðahverfi og í Blesugróf, og það eru þeir hagsmunir sem skýrsluhöfundar hafa kosið að láta vega þyngra. Af hverju á að fórna þessu öllu? Til að verja slaufu sem var hönnuð sem bílamannvirki. Sem fyrr segir, ef álagið þar er raunverulegt vandamál á einfaldlega að leysa það þar með úrbótum á mannvirkinu sjálfu, ekki með því að gera Bústaðaveg að gegnumstreymisgötu og fórna lífsgæðum íbúa nærumhverfis framkvæmdarinnar. Reyndar er vert að benda hér á þann augljósa möguleika líka sem þetta verkefni á víst að snúast um fyrst og fremst, sem er að leysa vandamálið með því einfaldlega að stórbæta almenningssamgöngur og vinna að því að styðja breytta ferðamáta. En líklega er til of mikils mælst þar þegar menn geta ekki varist að skila frá sér lummulegum lausnum þar sem gert er ráð fyrir að þær taki stóran sveig kringum mislæg gatnamót eins og um helgistað eða álfaborg væri að ræða. Þetta er dæmi um rótgróinn undirlægjuhátt gagnvart einkabílnum sem hefur mótað samgönguhugsunina í áratugi. Þriðju mislægu gatnamótin á einum kílómetra kafla eru þegar troðin ofan í byggð og Elliðaárdal. Við eigum ekki að bæta við rampa sem skaðar enn frekar lífsgæði íbúa og ýtir undir gegnumstreymisumferð um borgargötur sem eiga fyrst og fremst að þjóna hverfunum sjálfum, að því er virðist vegna þess að íhaldssamar stofnanir geta ekki slitið sig frá tuttugu ára gömlum og úreltum hugmyndum um hverskonar borg þetta á að vera. Beinum umferðinni þangað sem hún á heima - á stofnvegina. Skemmum ekki borgargötur, látum ekki íbúa Blesugrófar og Fossvogs fórna lífsgæðum sínum og heilsu til að varna stærstu gatnamótum landsins frá frekari umferð. Höfundur er búsettur í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undirritaður sat á dögunum kynningu á umhverfismatsskýrslu vegna gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar m.t.t. Borgarlínu sem haldin var af Vegagerðinni, Betri Samgöngum og Reykjavíkurborg. Margt áhugavert kom þar fram og þó ég ætli einkum að ræða ofangreind gatnamót má ég til með að nefna eitt annað: Í skýrslunni er gert ráð fyrir að Borgarlína taki stóran sveig í kringum slaufuna á Miklubraut áður en hún fer upp á fyrirhugaðan stokk í Vogunum. Uppgefin ástæða er að ekki var talið pláss undir brúnni yfir Reykjanesbrautina. Nú efast ég lítið um að verkfræðingarnir sem stóðu að þessu gera það af góðum hug, og ég efast ekki einu sinni um að þessi lausn sé sú besta að gefnum forsendum og kostnaði. En það er einmitt málið, það hverjar forsendurnar eru stýra niðurstöðunni, og eins og sagt er - ef allt sem maður hefur er hamar líta öll vandamál út fyrir að vera naglar. Nei, það liggur í hlutarins eðli að sé hægt að gera pláss fyrir akreinar og afreinar og rampa og slaufur og hvaðeina er hægt að gera pláss fyrir sérakreinar almenningssamgangna. Það er val að gera það ekki. Þessi sveigur er að mínu mati afar lýsandi fyrir nálgun margra aðila sem að skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins koma, jafnvel þeirra sem vinna að Borgarlínu. Hér er verið að festa í sessi ákveðinn undirlægjuhátt almenningssamgangna gagnvart einkabílnum. Það er spurning um viðhorf, og hér er viðhorfið það að jafnvel hágæða almenningssamgöngur skuli víkja fyrir bílnum á stærstu gatnamótum landsins. Hér má sjá hvernig höfundar skýrslunnar sjá fyrir sér að allir samgöngumátar, m.a.s. hágæðaalmenningssamgöngur, skuli víkja fyrir bílum í hinum háheilögu gatnamótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar Sama hugsun blasir við þegar kemur að gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Þar leggja skýrsluhöfundar til að byggja ramp af Reykjanesbraut úr suðurátt til vinstri inn á Bústaðaveg. Til að koma þessu fyrir, ásamt Borgarlínu sem þau sjá fyrir sér austan megin við brautina, vilja þau færa Reykjanesbrautina nokkra metra til vesturs, nær byggðinni í Blesugróf. Aðspurð hvers vegna ekki var mælt með að loka einfaldlega alfarið öllum vinstri beygjum þarna á svæðinu (aðgerð sem væri augljóslega mun ódýrari og myndi stýra umferðinni eftir Miklubraut frekar en eftir Bústaðavegi og í versta falli neyða einstaka aðila til að aka smá spöl að slaufunni til að snúa þar við) var svarið það að þá færi of mikil umferð í Miklubrautarslaufuna. Þessum rökum ber að hafna. Slaufan er einmitt hönnuð fyrir mikla umferð. Hún á að taka við álaginu, ekki Bústaðavegur. Ef það skapar vandamál þá á einfaldlega að leysa þau þar. Slaufan tengist jú Miklubraut þar sem fyrirhugað er að fara í stórtækar aðgerðir til að bæta flæði einkabíla, en talað hefur verið um bæði stokka og jarðgöng á henni vestar. Og hvað myndi það þýða að leysa vandamálið ekki í slaufunni og á Miklubraut þar sem það á heima? Jú, kostnaður yrði alltént töluvert hærri. Ekki aðeins vegna þess að rampurinn sjálfur er stórt mannvirki sem kallar á veruleg fjárútlát, heldur vegna þess að til að koma honum fyrir þarf að færa Reykjanesbrautina enn vestar. Ásýnd myndi snarversna úr öllu nærumhverfi rampsins. Þar má auðvitað nefna Elliðaárdalinn sjálfan, en líka og einkum frá Blesugróf, því rampurinn myndi gnæfa yfir hverfið. Þetta myndi auðvitað hafa áhrif á hljóðvist, sem myndi síst skána. Skýrsluhöfundar tóku að vísu fram að hljóðvistin myndi ekki versna, þó hún væri áfram yfir mörkum þess sem telst heilbrigt. Íbúar við Blesugróf lýstu eðlilega áhyggjum af þessu, því þó veggir sem fyrirhugað er að reisa til að varna hávaða myndu virka sem skyldi þá myndi staðsetning rampsins þarna yfir hverfinu og umferðin á honum líka hafa áhrif. Með öðrum orðum þýðir hann meiri hávaði, miklu meiri sjónræn áhrif og töluvert verri ásýnd. Athygli vekur að skýrsluhöfundar sýna alls kyns ásýndarmyndir en engar af rampinum frá Blesugróf. Við þetta bætist að fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsvirkjunar norðan Sprengisands myndu auka álagið á hringtorgið við Bústaðaveg, og það er því ákveðin hætta á að rampurinn og hringtorgið myndu einfaldlega stíflast á annatíma. Svo við höldum áfram þá yrði Bústaðavegur við þetta óformlegur stofnvegur í stað þess að vera borgargata sem þjónar íbúum sínum. Þetta myndi lækka lífsgæði, gera götuna hættulegri og hvetja umferð utan að komandi til að stytta sér leið í gegnum íbúðahverfi inn í miðborgina (enda er leikurinn beinlínis til þess gerður). Það myndi svo hafa letjandi áhrif á samgöngur innan hverfisins, og jafnvel minnka aðsókn barna norðan Bústaðavegs að sækja tómstundir og íþróttir í Fossvogi. Skýrsluhöfundar bentu að vísu líka á að að yrði vinstri beygjum alfarið lokað myndi umferð aukast um Réttarholtsveg og Sogaveg. Slík umferð yrði þó að mestu bundin við hverfið sjálft, þ.e. íbúar eða annað fólk að sækja þangað skóla og þjónustu og kallar einfaldlega á mótvægisaðgerðir sem hefðu hvort eð er átt að koma til, sér í lagi á Réttarholtsvegi þar sem hann liggur upp við skóla. Rampurinn þjónar hins vegar fyrst og fremst allt öðru, þ.e. gegnumstreymisumferð utan hverfis frá syðri byggðum inn í miðborgina. Hagsmunir þess hóps er að geta ekið sem greiðast inn eftir óháð hagsmunum íbúa í Bústaðahverfi og í Blesugróf, og það eru þeir hagsmunir sem skýrsluhöfundar hafa kosið að láta vega þyngra. Af hverju á að fórna þessu öllu? Til að verja slaufu sem var hönnuð sem bílamannvirki. Sem fyrr segir, ef álagið þar er raunverulegt vandamál á einfaldlega að leysa það þar með úrbótum á mannvirkinu sjálfu, ekki með því að gera Bústaðaveg að gegnumstreymisgötu og fórna lífsgæðum íbúa nærumhverfis framkvæmdarinnar. Reyndar er vert að benda hér á þann augljósa möguleika líka sem þetta verkefni á víst að snúast um fyrst og fremst, sem er að leysa vandamálið með því einfaldlega að stórbæta almenningssamgöngur og vinna að því að styðja breytta ferðamáta. En líklega er til of mikils mælst þar þegar menn geta ekki varist að skila frá sér lummulegum lausnum þar sem gert er ráð fyrir að þær taki stóran sveig kringum mislæg gatnamót eins og um helgistað eða álfaborg væri að ræða. Þetta er dæmi um rótgróinn undirlægjuhátt gagnvart einkabílnum sem hefur mótað samgönguhugsunina í áratugi. Þriðju mislægu gatnamótin á einum kílómetra kafla eru þegar troðin ofan í byggð og Elliðaárdal. Við eigum ekki að bæta við rampa sem skaðar enn frekar lífsgæði íbúa og ýtir undir gegnumstreymisumferð um borgargötur sem eiga fyrst og fremst að þjóna hverfunum sjálfum, að því er virðist vegna þess að íhaldssamar stofnanir geta ekki slitið sig frá tuttugu ára gömlum og úreltum hugmyndum um hverskonar borg þetta á að vera. Beinum umferðinni þangað sem hún á heima - á stofnvegina. Skemmum ekki borgargötur, látum ekki íbúa Blesugrófar og Fossvogs fórna lífsgæðum sínum og heilsu til að varna stærstu gatnamótum landsins frá frekari umferð. Höfundur er búsettur í Reykjavík.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun