Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 3. september 2025 20:02 Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun