Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 3. september 2025 20:02 Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Skólinn er einn mikilvægasti griðarstaður barna okkar. Þar eiga þau að finna öryggi, frið og fá rými til að þroskast, læra og vera í samskiptum við aðra. En með hraðri tækniþróun síðustu ára hafa skapast nýjar áskoranir fyrir okkur öll. Snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa breytt lífi okkar og sérstaklega lífi barna og ungmenna. Þó að tækni opni margvísleg tækifæri fyrir nám og samskipti, vitum við að hún getur líka valdið truflun, aukið álag og jafnvel dregið úr vellíðan og námsárangri. Í dag eru engar miðlægar reglur hér á landi sem segja til um notkun síma, snjalltækja og samfélagsmiðla í grunnskólum. Það hefur leitt til þess að hver skóli setur eftir atvikum sínar eigin reglur, sem eru jafnvel mjög mismunandi. Sumir skólar hafa þegar tekið upp farsælar leiðir, og þá oft í virku samráði við börnin sjálf, eins og að takmarka símanotkun á skólatíma til að skapa meira rými fyrir félagsleg samskipti og einbeitingu. Reynslan af þessum aðgerðum hér heima hefur almennt verið jákvæð en bæði kennarar og foreldrar hafa séð nemendur ná meiri ró, meiri samskiptum sín á milli og betri árangri í námi. Við sjáum svipaðar niðurstöður frá öðrum löndum. Í Noregi og Svíþjóð hafa skólar víða sett reglur um takmarkanir á farsímanotkun og eiga þær að hafa stuðlað að bættri félagsfærni og auknum námsárangri. Það er komið að því að við samræmum og setjum skýrar reglur um síma, snjalltæki og samfélagsmiðla í skólum hér á landi, með að markmiði að bæta umhverfi og líðan nemenda og kennara. Ekki tæknibann Markmið okkar er ekki að banna tæknina heldur að nota hana á skynsamlegan og uppbyggilegan hátt. Með skýrum reglum viljum við tryggja jafnræði milli skóla, draga úr óvissu og stuðla að jákvæðu skólaumhverfi þar sem börn geta einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli, að læra, þroskast og vera í samskiptum við aðra í raunheimum. Það er þó mikilvægt að muna að slíkar reglur verða að taka mið af fjölbreyttum þörfum og aðstæðum barna. Því verður gert ráð fyrir undantekningum, til dæmis fyrir börn með fötlun eða sérstakar þarfir, þar sem farsímar og tæki geta verið mikilvæg hjálpartæki. Skólinn á að vera griðarstaður fyrir öll börn, ekki bara sum. Þeirra skóli – þeirra líðan Í ágúst 2023 skipaði mennta- og barnamálaráðuneytið starfshóp sem hafði það hlutverk að móta leiðbeiningar um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum. Þar komu saman fulltrúar kennara, foreldra, skólastjórnenda, ungmenna, sveitarfélaga og fleiri haghafa. Í skýrsludrögum þess hóps kom m.a. fram að farsímar eiga almennt ekki erindi í grunnskóla í afþreyingartilgangi. Sérstaklega var samhljómur um að í 1.–7. bekk ætti notkun farsíma ekki að vera hluti af skólastarfi og að notkun samfélagsmiðla á skólatíma ætti alltaf að vera óheimil. Innan hópsins voru aftur á móti sjónarmið á móti algjöru símabanni í grunnskólum. Um þetta mál eins og flest, eru ýmsar ólíkar skoðanir og ljóst að vanda þarf til verka svo útfærsla reglna sem þessara nái markmiði sínu. Í þeirri vinnu verður lögð áhersla á samráð, við kennara og starfsfólk skóla en ekki síst ungmennin sjálf. Þetta er þeirra skóli, þeirra dagur og þeirra líðan sem við erum að verja og með því að taka þau með í ákvörðunarferlið, eins og frábær dæmi eru um að hafi verið gert í mörgum sveitarfélögum, byggjum við traust og ábyrgð sem mun hjálpa okkur að ná árangri. Sítengd án tengsla – meira saman án tækja Þó svo að reglur um notkun snjalltækja í skólum séu mjög mikilvægar er ekki síður mikilvægt að huga að því hvort notkun þeirra í öðrum víddum samfélags okkar, líka á heimilunum, sé börnum okkar og samfélaginu fyrir bestu. Sumir hafa sagt að í nútímasamfélagi séum við sítengd en oft án raunverulegra tengsla. Erum við raunverulega saman þegar síminn er við hönd? Foreldrar og aðrir í lífi barna skipta miklu máli sem fyrirmyndir barna í þessu samhengi og þá skiptir máli að stuðla að nauðsynlegri fræðslu um notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Nú höfum við einstakt tækifæri til að stilla saman strengi. Við getum skapað skýrar og sanngjarnar reglur sem styðja við börnin okkar, kennara þeirra og foreldra og skapað betra umhverfi. Skólinn á að vera griðarstaður, og það er okkar ábyrgð að tryggja að hann haldist það í heimi þar sem tæknin hefur sífellt meira vægi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun