Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun