„Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 12:47 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, fór yfir málin eftir að sambandið lagði fram kvörtun til FIBA vegna dómgæslunnar á EM. vísir/Hulda Margrét Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir það hafa verið nauðsynlegt skref að leggja fram formlega kvörtun til FIBA vegna mistaka dómaranna á lokakaflanum í tapi Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Úrslitin breytist ekki en Ísland geti ekki látið valta svona yfir sig án þess að láta í sér heyra. Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15