Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:15 Martin Hermannsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í kvöld frekar en aðrir leikmenn íslenska liðsins. vísir/hulda margrét Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. Það er langt síðan ég hef séð jafn skelfilega dómgæslu og undir lok leiksins í kvöld. Þetta var einfaldlega skandall! Ísland var komið yfir, Pólverjar að kikna undan pressunni og staðan afar góð fyrir íslenska liðið. Þá tók dómaratríóið til sinna ráða og sá einfaldlega til þess að Pólland vann leikinn. Íslenska liðið fékk ekki sanngjarnt tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Tríóið beit svo höfuðið af skömminni með því að flýja gólfið áður en íslenska liðið fékk tækifæri til þess að þakka þeim fyrir leikinn. Tríóið vissi upp á sig skömmina. Ótrúlegt að horfa á þetta. Eins og það var sárt að kasta frá sér sigrinum gegn Belgum þá er ekki síður sárt að tapa leik á þennan hátt. Að leiknum sjálfum þá verður að segjast eins og er að heilt yfir var þetta ekki góður leikur hjá okkar liði lengstum. Ofurmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason, sem virðist vera með stærsta bensíntank jarðar, bar liðið á bakinu nánast allan tímann. Ótrúlegur. Ægir Þór Steinarsson var í mögnuðum slag gegn Bandaríkjamanninum Jordan Lloyd allan tímann og stóð sig vel á báðum endum. Ótrúlega gaman að fylgjast með þessu einvígi. Það er svo annað hneykslið hjá FIBA að þessi ágæti Lloyd, sem hafði líklega ekki svo mikið sem flogið yfir Pólland fyrir um tveimur vikum síðan, skuli geta fengið ríkisborgararétt á korteri og svo spilað á stórmóti. Það er eitthvað verulega rangt við regluverkið þarna hjá FIBA. USA söngurinn hjá íslenskum áhorfendum er hann var á vítalínunni var síðan algjörlega stórkostlegur. Martin og Elvar Már voru úti að aka lengstum. Ég myndi telja líklegt að meiðsli væru að plaga Elvar en hann virtist meiðast í gær. Hann reif sig samt upp í lokin og var flottur þá. Martin hefur aftur á móti verið andlega fjarverandi allt mótið og munar um minna. Frammistaða hans því miður ótrúleg vonbrigði því allir vita að hann getur svo miklu meira en hann hefur sýnt. Liðið byrjaði leikinn skelfilega en sýndi síðan karakter að koma til baka þrátt fyrir að vera alls ekki að spila sinn besta leik. Það var nánast enginn að spila af eðlilegri getu fyrir utan Tryggva og Ægi. En liðið sýndi að það er með risastórt hjarta og það var ekkert lítið afrek að koma til baka í þessu gini ljónsins sem Spodek-höllin var í kvöld. Er strákarnir fengu síðan blóð á tennurnar undir lokin var bráðin rifin úr kjafti þeirra. Það var andskoti sárt. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Sjá meira
Það er langt síðan ég hef séð jafn skelfilega dómgæslu og undir lok leiksins í kvöld. Þetta var einfaldlega skandall! Ísland var komið yfir, Pólverjar að kikna undan pressunni og staðan afar góð fyrir íslenska liðið. Þá tók dómaratríóið til sinna ráða og sá einfaldlega til þess að Pólland vann leikinn. Íslenska liðið fékk ekki sanngjarnt tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Tríóið beit svo höfuðið af skömminni með því að flýja gólfið áður en íslenska liðið fékk tækifæri til þess að þakka þeim fyrir leikinn. Tríóið vissi upp á sig skömmina. Ótrúlegt að horfa á þetta. Eins og það var sárt að kasta frá sér sigrinum gegn Belgum þá er ekki síður sárt að tapa leik á þennan hátt. Að leiknum sjálfum þá verður að segjast eins og er að heilt yfir var þetta ekki góður leikur hjá okkar liði lengstum. Ofurmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason, sem virðist vera með stærsta bensíntank jarðar, bar liðið á bakinu nánast allan tímann. Ótrúlegur. Ægir Þór Steinarsson var í mögnuðum slag gegn Bandaríkjamanninum Jordan Lloyd allan tímann og stóð sig vel á báðum endum. Ótrúlega gaman að fylgjast með þessu einvígi. Það er svo annað hneykslið hjá FIBA að þessi ágæti Lloyd, sem hafði líklega ekki svo mikið sem flogið yfir Pólland fyrir um tveimur vikum síðan, skuli geta fengið ríkisborgararétt á korteri og svo spilað á stórmóti. Það er eitthvað verulega rangt við regluverkið þarna hjá FIBA. USA söngurinn hjá íslenskum áhorfendum er hann var á vítalínunni var síðan algjörlega stórkostlegur. Martin og Elvar Már voru úti að aka lengstum. Ég myndi telja líklegt að meiðsli væru að plaga Elvar en hann virtist meiðast í gær. Hann reif sig samt upp í lokin og var flottur þá. Martin hefur aftur á móti verið andlega fjarverandi allt mótið og munar um minna. Frammistaða hans því miður ótrúleg vonbrigði því allir vita að hann getur svo miklu meira en hann hefur sýnt. Liðið byrjaði leikinn skelfilega en sýndi síðan karakter að koma til baka þrátt fyrir að vera alls ekki að spila sinn besta leik. Það var nánast enginn að spila af eðlilegri getu fyrir utan Tryggva og Ægi. En liðið sýndi að það er með risastórt hjarta og það var ekkert lítið afrek að koma til baka í þessu gini ljónsins sem Spodek-höllin var í kvöld. Er strákarnir fengu síðan blóð á tennurnar undir lokin var bráðin rifin úr kjafti þeirra. Það var andskoti sárt.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Sjá meira