„Þetta er bara gullfallegt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2025 21:20 Tryggvi Snær Hlinason var öflugur í íslenska liðinu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. „Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
„Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum
EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37