Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Bjarki Sigurðsson og Agnar Már Másson skrifa 30. ágúst 2025 21:28 Fyrir miðju má sjá nýjan „fyrirliða þingflokksins“, eins og Guðrún kýs að kalla Ólaf enda er hann gömul knattspyrnukempa. Með þeim er Villhjálmur Árnason, sem heldur áfram sem varaformaður þingflokksins. Facebook/Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45
Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent