Körfubolti

Doncic og fé­lagar í brasi

Siggeir Ævarsson skrifar
Luka Doncic skoraði 39 stig í dag en það dugði skammt
Luka Doncic skoraði 39 stig í dag en það dugði skammt Mynd FIBA

Slóvenar eru án sigurs á Evrópumótinu í körfubolta eftir 103-95 tap gegn Frökkum í dag.

Frakkar eru án sinnar stærstu stjörnu og sinna hávöxnustu leikmanna en þeir Victor Wembanyama og Rudy Gobert eru báðir fjarri góðu gamni. Það hefur þó ekki komið að sök enn sem komið er enda körfubolti liðsíþrótt og Frakkar með tvo sigri í D-riðli eftir tvo leiki.

Leikurinn var jafn og spennandi fram á lokamínúturnar þar sem Luka Doncic fór mikinn í liði Slóvena. Það virtist þó draga af honum þegar leið á enda var hann oftar en ekki í strangri gæslu, oftar en ekki tvídekkaður. Frakkar gengu á lagið og gerðu út um leikinn á lokasprettinum og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur.

Endirinn á leiknum setti þó dökkan blett á annars nokkuð skemmtilegan körfuboltaleik en þegar rúm sekúnda var eftir og leikmenn farnir að þakka hver öðrum fyrir leikinn tók Sylvain Francisco sig til og keyrði á körfuna strax eftir að hafa tekið í hendina á Doncic.

Slóvenar voru að vonum ósáttir og upp úr sauð á vellinum. Leikmenn í báðum liðum var vísað af velli og spurning hvort leikbönn fylgi í kjölfarið.

Luka Doncic var langstigahæstur í liði Slóvena með 39 stig, átta fráköst og níu stoðsendingar en Edu Muric kom næstur með 16.

Hjá Frökkum var áðurnefndur Sylvain Francisco stigahæstur með 32, en hann skoraði grimmt í fjórða leikhluta, 14 stig alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×