Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Kolbeinn Kristinsson skrifar 30. ágúst 2025 10:50 Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Valsliðsins í dag. Vísir/ÓskarÓ Valur tapaði fyrir Inter í dag 4-1. Óhætt er að segja að betra liðið hafi komist áfram þrátt fyrir að frammistaða Vals væri að mörgu leyti ágæt. Um var að ræða umspil um laust sæti í nýrri keppni sem sett hefur verið á laggirnar, Evrópubikar UEFA. Nokkrum dögum áður hafði Valur beðið lægri hlut fyrir Braga 3-1 á meðan Inter tapaði fyrir Brann 2-1. Þátttöku Vals í Evrópukeppni þetta árið er þar með lokið. Inter er með öflugt lið Það ríkti ákveðið jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins eða svo. Bæði lið voru vel skipulögð og skiptust á að hafa boltann án þess að skapa sér einhver dauðafæri en eftir því sem leið á þá tók Inter, hægt en örugglega, yfir leikinn og Valur var meira í því að verjast og halda skipulagi. Inter fengu vítaspyrnu á 29. mínútu þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni Vals eftir skalla frá Inter. Lina Magull steig á punktinn en skotið fram hjá. Valur slapp með skrekkinn þar svo sannarlega. Hins vegar leið ekki á löngu þangað til markið kom en það skoraði Haley Bugeja á 31. mínútu með góðu skoti með vinstri fæti upp í markhornið og kom Tinna markvörður engum vörnum við. Þarna var stíflan brostin og Inter gengu á lagið. Á 36. mínútu skoraði Lina Magull og bætti upp fyrir vítaspyrnuklúðrið fyrr í leiknum. Á 41. mínútu skoraði Inter þriðja markið sem kom eftir hornspyrnu sem var skölluð frá en beint á Elisa Polli sem skoraði með viðstöðulausu skoti með vinstri fæti. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var staðan 3-0 og satt best að segja var fátt sem benti til þess að Valur væri að fara koma til baka á þessum tímapunkti m.v. yfirburðina. Síðari hálfleikur jafnari Matthías þjálfari Valskvenna hefur látið einhver vel valin orð falla í hálfleiksræðunni við sína leikmenn því Valur hóf síðari hálfleikinn af krafti. Fanndís minnkaði muninn á 49. mínútu með föstu skoti af stuttu færi fram hjá Cecilíu í markinu eftir að boltinn barst til hennar eftir smá klafs í teignum. Valskonur áttu ágætis rispur og settu inn töluvert betri frammistöðu í síðari hálfleik en náðu þó aldrei almennilega að láta kné fylgja kviði og Inter var töluvert meira með boltann í síðari hálfleik, líkt og í þeim fyrri. Á 85. mínútu átti Karólína Lea skalla að marki Vals eftir hornspyrnu sem Tinna varði en náði ekki að halda og Marie Detruyer fylgdi eftir og skoraði fjórða mark Inter. Niðurstaðan er sú að Valur er úr leik í Evrópu þetta tímabilið en Cecilía Rán og Karólína Lea og félagar í Inter fara áfram í Evrópubikar UEFA. Atvik leiksins Vítaspyrnuklúðrið og fyrsta mark leiksins, þ.e. tvö atvik sem gerast með mjög stuttu millibili. Mark sem brýtur ísinn og kemur Inter yfir, eftir það litu þær ítölsku aldrei um öxl. Stjörnur og skúrkar Í liði Vals skoraði Fanndís gott mark, Tinna hafði nóg að gera í markinu og margir leikmenn lögðu mikla vinnu í leikinn en það var við ofurefli að etja í þessum leik. Hjá Inter voru Lina Magull og Elisa Polli öflugar. Enginn skúrkur í dag. Dómarinn Fín frammistaða hjá dómaranum og hans teymi. Lítið var um vafasöm atvik í rauninni og leikurinn fékk að flæða ágætlega. Einkunn 8,5. Stemning og umgjörð Er ekki með áhorfendatölur en það heyrðist ágætlega í nokkrum stuðningsmönnum Inter syngja og tralla í útsendingunni. Undirritaður þóttist meira að segja heyra einn söng um Karólínu Leu eftir að hún kom inn á. Veðrið var með besta móti, 23 gráður á mælinum, grasið grænt og vallaraðstæður fínar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Valur tapaði fyrir Inter í dag 4-1. Óhætt er að segja að betra liðið hafi komist áfram þrátt fyrir að frammistaða Vals væri að mörgu leyti ágæt. Um var að ræða umspil um laust sæti í nýrri keppni sem sett hefur verið á laggirnar, Evrópubikar UEFA. Nokkrum dögum áður hafði Valur beðið lægri hlut fyrir Braga 3-1 á meðan Inter tapaði fyrir Brann 2-1. Þátttöku Vals í Evrópukeppni þetta árið er þar með lokið. Inter er með öflugt lið Það ríkti ákveðið jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins eða svo. Bæði lið voru vel skipulögð og skiptust á að hafa boltann án þess að skapa sér einhver dauðafæri en eftir því sem leið á þá tók Inter, hægt en örugglega, yfir leikinn og Valur var meira í því að verjast og halda skipulagi. Inter fengu vítaspyrnu á 29. mínútu þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni Vals eftir skalla frá Inter. Lina Magull steig á punktinn en skotið fram hjá. Valur slapp með skrekkinn þar svo sannarlega. Hins vegar leið ekki á löngu þangað til markið kom en það skoraði Haley Bugeja á 31. mínútu með góðu skoti með vinstri fæti upp í markhornið og kom Tinna markvörður engum vörnum við. Þarna var stíflan brostin og Inter gengu á lagið. Á 36. mínútu skoraði Lina Magull og bætti upp fyrir vítaspyrnuklúðrið fyrr í leiknum. Á 41. mínútu skoraði Inter þriðja markið sem kom eftir hornspyrnu sem var skölluð frá en beint á Elisa Polli sem skoraði með viðstöðulausu skoti með vinstri fæti. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var staðan 3-0 og satt best að segja var fátt sem benti til þess að Valur væri að fara koma til baka á þessum tímapunkti m.v. yfirburðina. Síðari hálfleikur jafnari Matthías þjálfari Valskvenna hefur látið einhver vel valin orð falla í hálfleiksræðunni við sína leikmenn því Valur hóf síðari hálfleikinn af krafti. Fanndís minnkaði muninn á 49. mínútu með föstu skoti af stuttu færi fram hjá Cecilíu í markinu eftir að boltinn barst til hennar eftir smá klafs í teignum. Valskonur áttu ágætis rispur og settu inn töluvert betri frammistöðu í síðari hálfleik en náðu þó aldrei almennilega að láta kné fylgja kviði og Inter var töluvert meira með boltann í síðari hálfleik, líkt og í þeim fyrri. Á 85. mínútu átti Karólína Lea skalla að marki Vals eftir hornspyrnu sem Tinna varði en náði ekki að halda og Marie Detruyer fylgdi eftir og skoraði fjórða mark Inter. Niðurstaðan er sú að Valur er úr leik í Evrópu þetta tímabilið en Cecilía Rán og Karólína Lea og félagar í Inter fara áfram í Evrópubikar UEFA. Atvik leiksins Vítaspyrnuklúðrið og fyrsta mark leiksins, þ.e. tvö atvik sem gerast með mjög stuttu millibili. Mark sem brýtur ísinn og kemur Inter yfir, eftir það litu þær ítölsku aldrei um öxl. Stjörnur og skúrkar Í liði Vals skoraði Fanndís gott mark, Tinna hafði nóg að gera í markinu og margir leikmenn lögðu mikla vinnu í leikinn en það var við ofurefli að etja í þessum leik. Hjá Inter voru Lina Magull og Elisa Polli öflugar. Enginn skúrkur í dag. Dómarinn Fín frammistaða hjá dómaranum og hans teymi. Lítið var um vafasöm atvik í rauninni og leikurinn fékk að flæða ágætlega. Einkunn 8,5. Stemning og umgjörð Er ekki með áhorfendatölur en það heyrðist ágætlega í nokkrum stuðningsmönnum Inter syngja og tralla í útsendingunni. Undirritaður þóttist meira að segja heyra einn söng um Karólínu Leu eftir að hún kom inn á. Veðrið var með besta móti, 23 gráður á mælinum, grasið grænt og vallaraðstæður fínar.