Fótbolti

Tuchel baðst af­sökunar: „Ég ætti að vita betur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Tuchel ræðir við Jude Bellingham í leiknum umrædda á móti Senegal í júní.
Thomas Tuchel ræðir við Jude Bellingham í leiknum umrædda á móti Senegal í júní. EPA/ADAM VAUGHAN

Thomas Tuchel tilkynnti ekki aðeins um leikmannahóp sinn á blaðamannafundi enska landsliðsins í gær því hann baðst einnig eins stærstu stjörnu liðsins afsökunar.

Afsökunarbeiðni hans snerist að ummælum þjálfarans um Jude Bellingham eftir leik í júní. Tuchel kallaði þá Bellingham viðbjóðslegan.

Tuchel var þarna í viðtali eftir vandræðalegt 3-1 tap á á móti Senegal.

„Þegar hann brosir þá vinnur hann alla á sitt band. Stundum kemur upp reiðin, hungrið og eldmóðurinn og þegar það allt kemur út þá getur hann verið svolítið ógeðslegur fyrir sem dæmi móður móna sem er að horfa á sjónvarpið,“ sagði Thomas Tuchel þá.

Í gær var Tuchel að tilkynna leikmannahóp sinn fyrir leiki á móti Andorra og Serbíu í undankeppni HM en notaði tækifærið til að biðja Bellingham afsökunar. Bellingham missir af leikjunum vegna meiðsla.

Tuchel sagðist líka hafa beðið Bellingham afsökunar nokkrum dögum eftir að ummælin fóru á flug í fjölmiðlum.

„Ég notaði orðið í hugsunarleysi. Mér þykir það leitt og sem og fyrir þá ólgu sem ég skapaði,“ sagði Tuchel.

„Ég er reyndur og ég ætti að vita betur. Ég vildi ekki nota þetta orð,“ sagði Tuchel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×