Lífið

Segir lýta­að­gerðir hennar leið til að eldast með reisn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kris Jenner ræddi opinskátt um andlitslyftingu sem hún fór í fyrr á árinu.
Kris Jenner ræddi opinskátt um andlitslyftingu sem hún fór í fyrr á árinu. Ernesto S. Ruscio/GC Images

Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir splunkunýtt og endurnýjað andlit sitt. Jenner sem er 69 ára virðist af mörgum nú vera á þrítugsaldri og segist hún í skýjunum með þessa róttæku breytingu.

Kris Jenner sem er auðvitað hvað þekktust fyrir raunveruleikaseríurnar Keeping up with the Kardashians sem síðar breyttist í The Kardashians ræddi þetta opinskátt við arabíska Vogue. 

„Ég fór í andlitslyftingu fyrir fimmtán árum þannig það var kominn tími á nýja,“ segir Jenner sem fór til lýtalæknisins Steven Levine. 

„Ég ákvað að fara í andlitslyftinguna því ég vil vera besta útgáfan af sjálfri mér og það gerir mig hamingjusama,“ bætti hún við en hún er greinilega ekki mjög hrifin af því að leyfa aldrinum að skína skært. 

„Þú þarft ekki að gefast upp á sjálfri þér þó að þú eldist. Ef þér líður vel í eigin skinni og þú vilt eldast með reisn, það er að segja þú vilt ekki fara í lýtaaðgerðir, slepptu því þá bara. En fyrir mig þá er akkúrat þetta að eldast með reisn. Þetta er mín útgáfa af því,“ segir Jenner og bætir við að henni finnist gott að geta rætt þetta opinskátt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.