Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2025 15:46 Sveinn Magnússon var á sínum tíma skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. Stjórnarráðið Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins. Sveinn er menntaður í lyflækningum og heimilislækningum. Hann á að baki langan starfsferil sem héraðslæknir og heilsugæslulæknir, m.a. sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í Garðabæ. Árið 1998 var hann skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu yfir málefnum heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála allt til ársins 2011 þegar velferðarráðuneytið varð til við sameiningu ráðuneyta félags- og heilbrigðismála. Í velferðarráðuneytinu var hann skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra og staðgengill hans til starfsloka árið 2018. Sem skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu hefur Sveinn tekið þátt í stórum verkefnum sem varða stefnu og framtíðarsýn í heilbrigðismálum landsmanna. Hann hefur einnig tekið þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða í gegnum fjölbreytt nefndastörf og unnið á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, m.a. sem fulltrúi í stjórn Evrópuskrifstofu WHO árin 2015-2018. Hann sat einnig í stjórn Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar um langt árabil. Sveinn tekur við sem formaður stjórnar Landspítala af Birni Zoëga en Sólrún Kristjánsdóttir varaformaður hefur sinnt stöðunni frá því að Björn lét af störfum. Stjórn spítalans er skipuð í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja fimm einstaklingar skipaðir af heilbrigðisráðherra og eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn. Stjórn Landspítala skal í samráði við forstjóra marka stofnuninni langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Formaður stjórnar Landspítala skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stjórnar og stöðu og árangri spítalans. Að öðru leyti er um hlutverk stjórnar og formanns vísað til 8. gr. a laga nr. 40/2007, reglugerðar um stjórn Landspítala og erindisbréfs stjórnar. „Sveinn Magnússon hefur mikilvæga fagþekkingu og enn fremur þekkingu og áralanga reynslu á sviði stjórnsýslu sem mun nýtast vel í því ábyrðarmikla hlutverki sem felst í því að leiða stjórn Landspítala. Þá þekkir hann sérlega vel til starfa heilbrigðisráðuneytisins. Ég er þakklát honum fyrir að taka verkefnið að sér og veit að hann mun sinna því með sóma“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sveinn er menntaður í lyflækningum og heimilislækningum. Hann á að baki langan starfsferil sem héraðslæknir og heilsugæslulæknir, m.a. sem framkvæmdastjóri heilsugæslunnar í Garðabæ. Árið 1998 var hann skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu yfir málefnum heilsugæslu, sjúkrahúsa og öldrunarmála allt til ársins 2011 þegar velferðarráðuneytið varð til við sameiningu ráðuneyta félags- og heilbrigðismála. Í velferðarráðuneytinu var hann skrifstofustjóri á skrifstofu ráðuneytisstjóra og staðgengill hans til starfsloka árið 2018. Sem skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu hefur Sveinn tekið þátt í stórum verkefnum sem varða stefnu og framtíðarsýn í heilbrigðismálum landsmanna. Hann hefur einnig tekið þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða í gegnum fjölbreytt nefndastörf og unnið á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, m.a. sem fulltrúi í stjórn Evrópuskrifstofu WHO árin 2015-2018. Hann sat einnig í stjórn Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar um langt árabil. Sveinn tekur við sem formaður stjórnar Landspítala af Birni Zoëga en Sólrún Kristjánsdóttir varaformaður hefur sinnt stöðunni frá því að Björn lét af störfum. Stjórn spítalans er skipuð í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Í henni sitja fimm einstaklingar skipaðir af heilbrigðisráðherra og eru þeir skipaðir til tveggja ára í senn. Stjórn Landspítala skal í samráði við forstjóra marka stofnuninni langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Formaður stjórnar Landspítala skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stjórnar og stöðu og árangri spítalans. Að öðru leyti er um hlutverk stjórnar og formanns vísað til 8. gr. a laga nr. 40/2007, reglugerðar um stjórn Landspítala og erindisbréfs stjórnar. „Sveinn Magnússon hefur mikilvæga fagþekkingu og enn fremur þekkingu og áralanga reynslu á sviði stjórnsýslu sem mun nýtast vel í því ábyrðarmikla hlutverki sem felst í því að leiða stjórn Landspítala. Þá þekkir hann sérlega vel til starfa heilbrigðisráðuneytisins. Ég er þakklát honum fyrir að taka verkefnið að sér og veit að hann mun sinna því með sóma“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira