Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 07:30 Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun