Lífið

Myndaveisla: Vestri fékk konung­legar mót­tökur á Ísa­firði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Strákarnir mættir á Silfurtorg.
Strákarnir mættir á Silfurtorg. Hafþór Gunnarsson

Bikarmeistarar Vestra fengu konunglegar móttökur á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þegar þeir komu heim eftir frækinn sigur á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn.

Vestri varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 1-0 sigurinn gegn Val, þar sem Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins með stórkostlegu langskoti.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, sagði fyrr í dag að titillinn væri gríðarlega stór fyrir samfélagið fyrir vestan. Stemningin hafi verið stórkostleg í bænum um helgina.

„Þetta er miklu meira held ég heldur en maður gerir sér grein fyrir. Eins og ég hef sagt áður að maður er ekki alveg búinn að ná utan um þetta. En þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið fyrir vestan og ég er þá ekki bara að tala um Ísafjarðarbæ heldur bara öll sveitarfélögin og fólkið á Vestfjörðum. Líka fyrir alla unga iðkendur sem sjá þarna frábærar fyrirmyndir sem eru búnir að gera góða hluti og þetta er bara mjög stórt,“ sagði Sigríður við fréttastofu fyrr í dag.

Blys og alls konar fagnaðarlæti.Hafþór Gunnarsson
Mikið sjónarspil.Hafþór Gunnarsson
Unga fólkið fagnar líka.Hafþór Gunnarsson
Ræðuhöld.Hafþór Gunnarsson
Bikarinn heim!Hafþór Gunnarsson
Davíð Smári þjálfari mættur upp á svið.Hafþór Gunnarsson
Sigríður bæjarstjóri sigri hrósandi.Hafþór Gunnarsson
Allur bærinn mættur.Hafþór Gunnarsson

Tengdar fréttir

Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“

Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.