„Versti tíminn, allra versti tíminn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2025 19:32 Pósturinn með frá og með mánudeginum ekki sinna vörusendingum til Bandaríkjanna. vísir/ernir Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“ Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Íslandspóstur mun á mánudag hætta að taka við vörusendingum sem á að senda til Bandaríkjanna. Fyrirkomulagi tollafgreiðslu vestanhafs var breytt með skömmum fyrirvara eftir að fimmtán prósent tollur var lagður á allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Forstjóri Póstsins sagði vandamálið vera tæknilegt en vegna nýju reglnanna þurfa flutningsaðilar að innheimta tollinn sem sé óvenjulegt að hennar mati. Þrátt fyrir þetta eru enn flutningafyrirtæki á Íslandi sem ætla að halda vöruflutningi til Bandaríkjanna áfram. Halda ótrauð áfram að senda til Bandaríkjanna „Við teljum okkur geta haldið áfram. Við höfum farið vel yfir málin og ætlum ða halda ótrauð áfram. Okkar kerfi eiga að ráða við þetta. Við náttúrulega erum bara með mjög alþjóðlegt og öflugt kerfi í öllum löndum heimsins og tölvukerfin okkar eru þess eðlis að við eigum að geta náð utan um þessi atriði,“ segir Mikael Grétarsson framkvæmdastjóri DHL. Búist þið við enn meiri viðskiptum? „Það mun náttúrulega koma í ljós. En já. Við vonum að sem flestir séu til í að versla við okkur.“ Leggja vefverslunina niður að öllu óbreyttu Ýmiss smærri og meðalstór fyrirtæki hér á landi nýta þjónustu Póstsins en þar á meðal er áfengisframleiðandinn Hovdenak Distillery. Hvað er sala til Bandaríkjanna stór hluti af sölunni á netversluninni hjá ykkur? „Það er 90 til 95 prósent. Ef að þetta verður viðvarandi ástand þá þurfum við bara að loka netversluninni. Við þurfum ekki að loka verksmiðjunni eða eitthvað þannig en þetta rekur vefverslunina,“ sagði Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery. Hann segir önnur flutningafyrirtæki ekki koma til greina. „Við höfum reynt að nota aðra flutningsaðila en það hefur ekki gengið vel að nota þá.“ Segir Trump skipta um skoðun daglega Sófus Gústavsson, eigandi nammi.is, segist einnig hafa miklar áhyggjur vegna stöðunnar. „Við erum með um það bil 80 prósent af okkar útflutningi til Bandaríkjanna en ekki allt með póstinum. Við erum að nota DHL líka. Pósturinn er með frekar stóran bita hjá okkur. Þeir eru með bestu verðin í smápökkunum. Kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er þetta tímabil. Við erum að tala um stærsta sölutímabilið. Það eru jólin og það eru allir þessi útsöludagar,“ segir hann og bætir við að þau ætluðu að vera með tilboðsviku núna í byrjun september sem þau neyðist nú til að fella niður. Svo þetta hefði ekki getað komið á verri tíma? „Nei þetta er versti tíminn, allra versti tíminn.“ Ertu vongóður að þetta breytist aftur í fyrra horf? „Mér sýnist nú Trump breyta skoðunum sínum daglega. Vonandi breytir hann þessu strax á morgun eða mánudaginn svo það verði ekkert af þessu.“
Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Áfengi Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira