Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2025 15:43 Frá vettvangi þjófnaðarins í Mosfellsbæ. Vísir/Anton Brink Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis. Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið. Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið.
Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23