Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2025 11:55 Fljótandi sólarorkuver í Quingdao í austanverðu Kína. Gífurlegur vöxtur er nú í framleiðslu sólarorku þar eystra. Vísir/EPA Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi. Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi.
Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira