Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2025 11:55 Fljótandi sólarorkuver í Quingdao í austanverðu Kína. Gífurlegur vöxtur er nú í framleiðslu sólarorku þar eystra. Vísir/EPA Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi. Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi.
Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira