„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 09:30 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira